Ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhættir

Stefnir er aðili að PRI, reglum um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar voru þróaðar af alþjóðlegum hópi stofnanafjárfesta og endurspegla þær mikilvægi umhverfisþátta, samfélagsþátta og stjórnarhátta í fjárfestingarferli fjárfesta. Aðalritari sameinuðu þjóðanna stóð fyrir samantekt reglnanna.

„Með undirritun reglnanna skuldbindum við okkur sem fjárfestar að opinberlega innleiða og útfæra reglurnar, innan okkar umboðsskyldu. Við höfum einnig skuldbundið okkur til að mæla árangur og bæta innihald reglnanna yfir tíma. Við trúum að þetta muni bæta okkar getu til að mæta skuldbindingum okkar gagnvart mótaðilum og á sama tíma samstilla okkar fjárfestingarstarfsemi við heildar hagsmuni samfélagins.„ 

Stefna um ábyrgar fjárfestingar

 


Undirritaðar reglur af hálfu Stefnis.

Stjórn Stefnis hefur tileinkað sér góða stjórnarhætti og hefur einsett sér að stuðla að og styðja við ábyrga hegðun og fyrirtækjamenningu innan Stefnis til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila félagsins.  

Rannsóknarmiðstöð um góða stjórnarhætti við Háskóla Íslands staðfesti í janúar 2012 að Stefnir væri fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og hefur Stefnir hlotið endurnýjun viðurkenningarinnar árlega frá árinu 2012.

Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2020
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2019
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2018
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2017
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2016
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2015
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2014
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2013
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2012
Stjórnarháttayfirlýsing Stefnis 2011

Þær leiðbeiningar sem stjórn Stefnis fylgir við gerð stjórnarháttayfirlýsingu og í daglegu starfi stjórnar eru eftirfylgjandi:

Stjórnarhættir fyrirtækja 

Leiðbeiningar 5. útgáfa, gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins 

Meginreglur OECD um stjórnarhætti 

Gefnar út af OECD 2015

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira