Frétt

27. júní 2011

Sameiningu Stefnis - Green Growth Fund og Stefnis - Erlend hlutabréf lokið

Ákveðið var að sameina verðbréfasjóðinn Stefnir – Green Growth Fund og EUR-deild verðbréfasjóðsins Stefnir – Erlend hlutabréf undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Sameiningin miðast við 24. júní 2011 en á þeim degi tekur Stefnir- Erlend hlutabréf við öllum eignum og skuldbindingum Stefnis – Green Growth Fund. Að því loknu var Stefnir – Green Growth Fund slitið.

Við sameininguna eignuðust hlutdeildarskírteinishafar í Stefnir – Green Growth Fund hlutdeildarskírteini í Stefnir – Erlend hlutabréf miðað við dagslokagengi sjóðanna 16. júní 2011. Öllum hlutdeildarskírteinishöfum Stefnir – Green Growth Fund var tilkynnt um sameininguna með bréfi.

Frá og með 27. júní 2011 fer um viðskipti eftir reglum Stefnis – Erlendra hlutabréfa.

Stefnir hf.
Til baka

Fleiri fréttir

16.október 2020

Unga fólkið vill grænar fjárfestingar

Kristbjörg Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Stefnis, ræddi við Viðskiptablaðið um árangur og markmið Stefnis. Þar kemur hún til að mynda inná það að Stefnir er...

08.október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020.

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira