Frétt

02. desember 2011

Tímabundin lokun Stefnir ÍS-5

Tekin hefur verið ákvörðun um tímabundna lokun Stefnis ÍS-5 í samræmi við ákv. 8. gr. reglna sjóðsins. Lokunin tekur til innlausnar og kaupa í sjóðnum frá föstudeginum 2. desember 2011.

Almennt útboð á hlutafé í Högum hf. mun fara fram á tímabilinu 5. – 8. desember 2011 með áætlaðri skráningu á markað í kjölfarið. Ákvörðunin er tekin til verndar hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa í ljósi þess að eignasafn sjóðsins samanstendur m.a. af hlutabréfum í Högum hf. Óljóst er um endanlegt gengi útboðsins og þar með gengi sjóðsins. Frestunin er almenn og tekur til allra hlutdeildarskírteina.

Tilkynnt verður um opnun sjóðsins hér á heimasíðu Stefnis hf.
Til baka

Fleiri fréttir

25.október 2019

Stefnir er framúrskarandi fyrirtæki 2019

Stefnir var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo. Stefnir hefur hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 2012 og er...

25.október 2019

Ávöxtun grænna skuldabréfa

Í Viðskiptablaðinu þann 9. september var birt grein um ávöxtunarkröfu grænna skuldabréfa.

28.ágúst 2019

Vegna fréttar í ViðskiptaMogganum 28. ágúst 2019

Fullyrðingar í frétt ViðskiptaMoggans í dag um þöggun hagsmunaárekstra í starfsemi Stefnis eru úr lausu lofti gripnar og er þeim vísað á bug.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira