Frétt

02. desember 2011

Tímabundin lokun Stefnir ÍS-5

Tekin hefur verið ákvörðun um tímabundna lokun Stefnis ÍS-5 í samræmi við ákv. 8. gr. reglna sjóðsins. Lokunin tekur til innlausnar og kaupa í sjóðnum frá föstudeginum 2. desember 2011.

Almennt útboð á hlutafé í Högum hf. mun fara fram á tímabilinu 5. – 8. desember 2011 með áætlaðri skráningu á markað í kjölfarið. Ákvörðunin er tekin til verndar hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa í ljósi þess að eignasafn sjóðsins samanstendur m.a. af hlutabréfum í Högum hf. Óljóst er um endanlegt gengi útboðsins og þar með gengi sjóðsins. Frestunin er almenn og tekur til allra hlutdeildarskírteina.

Tilkynnt verður um opnun sjóðsins hér á heimasíðu Stefnis hf.
Til baka

Fleiri fréttir

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

29.júlí 2020

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. ágúst. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni...

08.júlí 2020

Ávöxtun sjóða Stefnis 30.06.2020

Stefnir hefur birt ávöxtun m.v. 30.06.2020. Samantektina má sjá hérna fyrir neðan.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira