Frétt

06. desember 2011

Breyting á reglum Eignavals A og Eignavals B

Hlutdeildarskírteinishöfum fjárfestingarsjóðanna Eignavals A og Eignavals B hafa verið send bréf varðandi breytingar á reglum sjóðanna.

Breytingarnar sem voru gerðar og hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu eru eftirfarandi:

Lagatilvísanir í reglunum hafa verið uppfærðar miðað við gildistöku nýrra laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
Gerðar hafa verið viðeigandi breytingar á reglunum vegna nafnabreytingar vörslufyrirtækis sjóðsins úr Arion verðbréfavörslu hf. í Verdis hf.
Vikmörk sjóðsins til fjárfestinga í verðbréfasjóðum sem eingöngu fjárfesta í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu eða á ábyrgð íslenska ríkisins er nú 20-80% í stað 50-100%. Kemur sú breyting til vegna gildistöku framangreindra laga.
Í fyrri reglum var þetta hins vegar svo að lágmarks eignarhlutfall í sjóðum þurfti að vera 50% svo breyta þurfti reglunum niður fyrir 50%.

Ástæða þess að efri vikmörk í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu lækka úr 100% í 80% er sú að 20%-100% eru of víð vikmörk að mati FME. Niðurstaðan er því 20-80%.

Þetta breytir því ekki að báðir sjóðir geta farið í 100% ríkistryggð bréf með því að blanda einstökum bréfum og sjóðum eins og sjóðirnir hafa reyndar alltaf gert.

Engin breyting á fjárfestingarstefnum eða fjárfestingum fylgja þessu.
Til baka

Fleiri fréttir

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

29.júlí 2020

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. ágúst. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni...

08.júlí 2020

Ávöxtun sjóða Stefnis 30.06.2020

Stefnir hefur birt ávöxtun m.v. 30.06.2020. Samantektina má sjá hérna fyrir neðan.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira