Frétt

15. ágúst 2012

Arnar Ragnarsson ráðinn í teymi sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.

Arnar Ragnarsson ráðinn í teymi sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.
Arnar Ragnarsson mun innan skamms hefja störf hjá Stefni í teymi sérhæfðra fjárfestinga. Arnar mun taka þátt í að leiða framtaksfjárfestingar innan Stefnis og mun meðal annars koma að stýringu á Stefni Íslenska Athafnasjóðnum.

Arnar hefur starfað í Arion banka og forverum hans frá árinu 2002. Áður en hann hóf störf í Arion banka starfaði hann m.a. hjá Eignarhaldsfélagi Hagkaupa og Icelandair. Hann starfaði sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf til ársins 2009 og þar á meðal í starfsstöð bankans í Stokkhólmi árin 2007-2008. Frá 2009 til 2011 gegndi Arnar stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar og hefur frá árinu 2011 verið forstöðumaður viðskiptaþróunar Arion banka. Undanfarin ár hefur hann einkum unnið að stefnumótandi verkefnum ásamt því að sitja í fjárfestingaráði bankans og í stjórn nokkurra dótturfélaga hans, þar á meðal Valitor, Okkar líftrygginga og Eignabjargs.

Arnar er með B.Sc. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá INSEAD í Frakklandi.
Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...