Frétt

01. október 2014

Breyttur uppgjörstími sjóða í rekstri Stefnis

Breyttur uppgjörstími sjóða í rekstri Stefnis
Stefnir vekur athygli á því að framundan eru breytingar á uppgjörstíma nokkurra sjóða í rekstri félagsins. Breytingarnar taka gildi mánudaginn 6. október 2014. Um er að ræða breytingar sem leiða af ákvörðun Kauphallarinnar um að breyta uppgjörstíma verðbréfaviðskipta á Aðalmarkaði og First North. Eignir hlutaðeigandi sjóða eru m.a. skráðar á umræddum mörkuðum.

Áður höfðu skuldabréfasjóðir haft uppgjörstíma daginn eftir viðskipti (T+1) og hlutabréfasjóðir þriðja dag eftir viðskipti (T+3). Eftir breytinguna verður uppgjörstíminn samræmdur og miðast við annan dag eftir viðskipti (T+2). Þeir sjóðir sem um ræðir eru þessir:
  • Stefnir - Ríkisvíxlasjóður
  • Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður stuttur
  • Stefnir - Ríkisbréfasjóður óverðtryggður
  • Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð
  • Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður millilangur
  • Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður langur
  • Stefnir - Skuldabréf stutt 
  • Stefnir - Eignastýringarsjóður
  • Stefnir - Samval
  • Stefnir - ÍS 15
  • Eignaval A
  • Eignaval B
  • Eignaval C
  • Eignaval Hlutabréf

Frá og með mánudeginum 6. október munu sjóðirnir fá uppgjörstímann T+2. Vegna breytinganna mun uppgjör sjóða í kringum gildistökudagsetninguna verða með þeim hætti að miðvikudagurinn 8. október verður uppgjörsdagur fyrir viðskipti föstudagsins 3. október og mánudagsins 6. október í þeim sjóðum sem áður höfðu uppgjörstímann T+3. Í tilfelli sjóða sem áður höfðu uppgjörstímann T+1 munu viðskiptapantanir sem dagsettar eru föstudaginn 3. október fá uppgjör mánudaginn 6. október.

Sérstök athygli er vakin á því að Stefnir – Lausafjársjóður mun áfram gera upp viðskipti daginn eftir að viðskiptadag (T+1).

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið verðbrefathjonusta@arionbanki.is.  
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...