Frétt

15. maí 2017

Anna Kristjánsdóttir nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Anna Kristjánsdóttir nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Anna Kristjánsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns skuldabréfa hjá Stefni. Anna er einn reynslumesti skuldabréfasérfræðingur landsins og hefur starfað við stýringu skuldabréfa frá árinu 2002 þegar hún hóf störf hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Hún hefur því starfað hjá Stefni og forverum í fimmtán ár og þekkir vel til allra skuldabréfasjóða félagsins. Skuldabréfateymi Stefnis stýrir fjölbreyttu úrvali sjóða sem samanlagt eru yfir 230 milljarðar að stærð. Um er að ræða opna sjóði sem seldir eru til almennings og fyrirtækja sem og sérhæfða fagfjárfestasjóði.

Anna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í sumar mun hún útskrifast með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.

Jón Finnbogason sem gegnt hefur starfi forstöðumanns skuldabréfasviðs frá árinu 2013 tekur á sama tíma við nýju starfi forstöðumanns lánaumsýslu hjá Arion banka hf.

Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...