Frétt

25. september 2018

Skuldabréfasjóðir Stefnis verðlaunaðir annað árið í röð

Stefnir hefur verið verðlaunaður annað árið í röð af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa.

World Finance er alþjóðlegt fagtímarit á sviði fjármála og veitir árlega verðlaun þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt framúrskarandi árangur að þeirra mati. Við veitingu verðlaunanna til Stefnis var m.a. horft til þátta er snúa að langtíma árangri, áhættustýringu og innri stjórnarháttum.

Í nýjasta tölublaði tímaritsins er að finna viðtal við Önnu Kristjánsdóttur forstöðumann skuldabréfateymis Stefnis. Í viðtalinu fjallar Anna um tækifæri á skuldabréfamarkaði á Íslandi, mikilvægi gagnsæis í eignastýringarstarfsemi og hvaða áskorunum markaðurinn stendur frammi fyrir nú.

Viðtalið við Önnu í World Finance má finna í heild sinni hér.

Skuldabréfasjóði Stefnis má finna á sjóðasíðu félagsins hér.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

11.október 2018

Reglubreytingar sjóðanna Eignaval A, Eignaval B, Eignaval C og Eignaval Hlutabréf

Stefnir hefur sent hlutdeildarskírteinishöfum bréf vegna breytinga á reglum nokkurra sjóða. Algengum spurningum sem vakna við móttöku slíks bréf er svarað hér...

09.október 2018

Stefnir er aðili PRI

Stefnir hefur undirritað reglur þess efnis að innleiða og vinna eftir reglum PRI, helsta málsvara ábyrgra fjárfestinga á heimsvísu. Með undirritun reglnanna...

25.september 2018

Skuldabréfasjóðir Stefnis verðlaunaðir annað árið í röð

Stefnir hefur verið verðlaunaður annað árið í röð af breska fagtímaritinu World Finance Magazine fyrir bestu eignastýringu á Íslandi á sviði skuldabréfa.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira