Frétt

27. mars 2020

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stefnis

Á aðalfundi Stefnis þann 27. mars 2020 voru gerðar breytingará samþykktum Stefnis hf. sem fela í sér að stjórn félagsins er nú skipuð þremur einstaklingum í stað fimm auk lögákveðins fjölda varamanna.

Á þessum tímamótum hafa Flóki Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Sóphusdóttir og Þórður Sverrisson gengið úr stjórn Stefnis. Í þeirra stað koma ný inn í stjórnina þau Guðfinna Helgadóttir sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá Arion banka og Jón Óttar Birgisson framkvæmdastjóri. Guðfinna og Jón Óttar hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjármálamarkaði og eignastýringartengdri starfsemi.

Stjórn skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýkosinnar stjórnar og Sigrún Ragna Ólafsdóttir mun áfram gegna stjórnarformennsku. 

 

Til baka

Fleiri fréttir

16.október 2020

Unga fólkið vill grænar fjárfestingar

Kristbjörg Kristinsdóttir, rekstrarstjóri Stefnis, ræddi við Viðskiptablaðið um árangur og markmið Stefnis. Þar kemur hún til að mynda inná það að Stefnir er...

08.október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020.

25.ágúst 2020

Fermingarbörn fá mótframlag ef þau kaupa í sjóðum Stefnis

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá fær fermingarbarnið 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira