Frétt

08. október 2020

Stefnir hlýtur viðurkenningar fyrir árangur í rekstri

Stefnir er níunda árið í röð í 2% hópi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar hjá Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtækið árið 2020. Val á Framúrskarandi fyrirtæki er fyrst og fremst viðurkenning á því að fyrirtæki byggi rekstur sinn á sterkum stoðum til langs tíma og efli hag fjárfesta og hluthafa.

Stefnir er einnig í hópi 2,7% fyrirtækja landsins sem fær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020 og uppfyllti þar með ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar fjórða árið í röð.

Stefnir var á árinu 2012 fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Í ár hlaut Stefnir í níunda sinn þá viðurkenningu ásamt 17 öðrum fyrirtækjum á landinu. Viðurkenningin er veitt af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtök atvinnuífsins og Nasdaq Iceland.

 

        

 

Til baka

Fleiri fréttir

04.desember 2020

Nýir starfsmenn hjá Stefni hf.

Nýlega hafa fjórir nýir starfsmenn gengið til liðs við Stefni. Þessi reynslumikli hópur mun styrkja Stefni í áframhaldandi sókn sem leiðandi...

27.nóvember 2020

Stefnir – Vaxtasjóður, nýr sjóður hjá Stefni sem fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa

Stefnir hefur stofnað nýjan fjárfestingarsjóð, Stefni – Vaxtasjóð. Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni innlendra og erlendra skuldabréfa útgefnum af...

23.nóvember 2020

Stefnir er aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Stefnir hefur á síðustu árum stigið mikilvæg skref í því að vera leiðandi í ábyrgum fjárfestingum.

Þessi síða notar vafrakökur. Lesa meira