Frétt

20. nóvember 2020

Stefnir fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Stefnir fær starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) veitti Stefni hf. starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða sbr. 6. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 27. október 2020. Í leyfinu felst að félaginu er heimilt að reka sérhæfða sjóði sbr. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Þá hefur Fjármálaeftirlitið ennfremur veitt félaginu heimild til að sinna eignastýringu, fjárfestingarráðgjöf og vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina eða hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu. sbr. 1-3. tölul. 3. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Félagið hefur einnig starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.


Til baka

Fleiri fréttir

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...

29.ágúst 2023

Stefnir birtir fjármagnaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda

Stefnir stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina sinna og leggur ríka áherslu á að gera það með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

09.ágúst 2023

Stefnir styrkir Einvígið á Nesinu

Stefnir er stoltur styrktaraðili Einvígisins á Nesinu. Þetta árið hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkennið styrk Stefnis og Birgir Björn úr GK var sigurvegari...