Reglur og samþykktir

Regluvarsla

Stefni er skylt að koma á regluvörslu og skal sjá til þess að hún sé skilvirk og óháð öðrum þáttum í starfsemi félagsins. Hlutverk regluvörslu er einkum að tryggja eftirfylgni við lög og reglur á verðbréfamarkaði í rekstri félagsins.

Undir ábyrgðarsvið regluvörslu falla m.a. eftirtalin málefni:

  • Framkvæmd og eftirlit með stefnu um hagsmunárekstra.
  • Framkvæmd og eftirlit með reglum um starfsmannaviðskipti.
  • Fræðsla og ráðgjöf til starfsmanna og yfirstjórnar varðandi skyldur félagsins á verðbréfamarkaði.
  • Önnur verkefni s.s. skýrslugerð og samskipti við stjórnvöld.

Stefna um hagsmunaárekstra

Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 471/2014, um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða og 15. gr. laga nr. 116/2021, hefur Stefnir hf. sett sér stefnu um hagsmunaárekstra. Stefnan er sett að undangenginni greiningu á starfsemi félagsins og þeim hlutverkum sem starfsmenn þess gegna. 

Það felst í eðli starfseminnar að aðilar kunna að hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Slíkt hefur óhjákvæmilega þá hættu í för með sér að fram komi hagsmunaárekstrar, þegar hagsmunir eins aðila, eða fleiri, skarist við hagsmuni annarra. Það er stefna félagsins að gera allar tiltækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina.

Sú krafa er gerð til starfsmanna félagsins að þeir starfi ávallt með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi og gæti þess að setja ekki hagsmuni eins hóps viðskiptavina ofar hagsmunum annars. þannig megi viðskiptavinir treysta því að hagsmunir Stefnis, tengdra aðila, starfsmanna og annarra viðskiptavina hafi ekki skaðleg áhrif á hagsmunagæslu félagsins fyrir þeirra hönd.

Hagsmunaárekstrar í starfsemi félagsins geta einkum komið þannig upp á milli aðila: Milli Stefnis og viðskiptavina félagsins, milli starfsmanns félagsins og viðskiptavina, milli viðskiptavina félagsins innbyrðis – þar með talið milli tveggja eða fleiri sjóða og á milli hlutdeildarskírteinishafa innbyrðis.

Margvíslegar aðferðir eru tækar til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina. Komi til þess að tiltækar ráðstafanir veita ekki fullnægjandi vissu fyrir því að hagsmuna viðskiptavina verði ekki gætt með fullnægjandi hætti verður viðkomandi viðskiptavinur upplýstur um aðstæður og um þær ráðstafanir sem gripið verður til í kjölfarið.

Framkvæmd stefnu um hagsmunaárekstra er á forræði regluvarðar félagsins sem heldur skrá um þá hagsmunaárekstra sem upp koma í starfseminni og þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í kjölfarið. Regluvörður upplýsir stjórn félagsins um framkvæmd stefnunnar árlega, eða oftar þyki ástæða til.

Ágrip þetta tekur á helstu þáttum stefnu félagsins um hagsmunaárekstra. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá félaginu.

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið vistar Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem fjallar um ágreining viðskiptamanna við fjármálafyrirtæki.

Neytendaþjónusta

Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja.

Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem veitir ýmsar upplýsingar um neytendamál.

Dómstólar

Viðskiptavinir geta borið ágreiningsefni undir dómstóla. Bent er á að Lögmannafélag Íslands býður almenningi ókeypis lögmannsaðstoð.

  • Sjá nánar á vef Lögmannafélags Íslands - LMFÍ

Stefna um meðferð kvartana

Stefna um meðferð kvartana er sett til að stuðla að gagnsæju, sanngjörnu og skilvirku verklagi við meðhöndlun kvartana sem berast Stefni hf.

Kvörtun til Stefnis skal almennt sett fram skriflega. Kvartanir óskast sendar með tölvupósti á netfangið kvortun@stefnir.is. Tiltaka skal ástæður kvörtunar og lýsa í meginatriðum því sem kvartað er yfir.

Kvörtun er svarað skriflega með tölvupósti, eigi síðar en fjórum vikum frá móttöku kvörtunar. Sé ekki unnt að leysa úr kvörtun innan þeirra tímamarka er viðskiptavinurinn upplýstur um ástæður þess, ásamt upplýsingum um hvenær svars megi vænta.

Stefnu um meðferð kvartana má nálgast hér.

Persónuverndarstefna

Stefnir hefur sett sér persónuverndarstefnu sem byggir á ákvæðum laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Viðskiptavinir eiga rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum sínum og við ákveðnar aðstæður að láta leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra. 

Viðskiptavinir geta beint erindum sínum varðandi framkvæmd laganna til persónuverndarfulltrúa Stefnis með tölvupósti á personuverndarfulltrui@stefnir.is. Þá geta viðskiptavinir lagt fram kvörtun til Persónuverndar.

Skilmálar Stefnis hf. á vefkökum

Stefnir notar vefkökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsvæðis Stefnis með það að markmiði að bæta upplifun og þarfir notenda. Það er stefna Stefnis að nota vefkökur með ábyrgum hætti.

1. Hvað eru vefkökur?

Vefkaka er lítil textaskrá sem er vistuð á tölvu eða öðrum snjalltækjum þegar vefsvæði er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskrá er geymd á vefvafra notenda og vefurinn þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Þannig er hægt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda sem getur auðveldað aðgang að ýmsum aðgerðum.

2. Notkun Stefnis hf. á vefkökum

Vefur Stefnis notar bæði vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila. Vefkökur frá fyrsta aðila eru vefkökur sem senda eingöngu upplýsingar til Stefnis. Vefkökur frá þriðja aðila eru tilkomnar vegna þjónustu sem Stefnir notar og senda upplýsingar til vefsvæðis í eigu þriðja aðila. Viðkomandi aðilar kunna einnig að tengja upplýsingar fengnar af vefsvæði Stefnis við aðrar upplýsingar sem notendur hafa látið þeim í té, eða upplýsingar sem þeir hafa safnað með notkun notenda á þeirra þjónustu.

3. Slökkva á notkun á vefkökum

Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vefvafra sína þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni.

Á vefsíðum þriðja aðila, líkt og Google Analytics og Facebook, má finna nánari upplýsingar um hvernig má slökkva á notkun á kökum í stillingum (e. opt out). Auk þess að hafna kökum geta notendur sett upp afþökkunarviðbótina frá Google Analytics í vafranum, sem kemur í veg fyrir að Google Analytics geti safnað upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsvæði.

 

Stillingar á kökum
4. Hversu lengi eru vefkökur á tölvum/snjalltækjum notenda?

Vefkökur eru misjafnar að eðli. Sumar eru lotuvefkökur og eyðast þegar vafranum er lokað. Aðrar vefkökur eru geymdar í tölvum notenda í þann tíma sem er nauðsynlegur Stefni að varðveita vefkökuna en þó að hámarki í 24 mánuði frá því að notandi heimsóttir síðast vefsíðu Stefnis hf. nema notandi hafi eytt henni.

5. Meðferð Stefnis á persónuupplýsingum

Á vefsíðu Stefnis má finna persónuverndarstefnu Stefnis sem veitir upplýsingar um persónuvernd í störfum Stefnis. Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuververnd og vinnslu persónuupplýsinga. Stefnir lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og upplýsingarnar verði ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.