Ábyrgar fjárfestingar

Stefnir þú að betri framtíð?

Næstu skref sem þú tekur í sparnaði  geta haft áhrif á framtíðina. Stefnir býður upp á sjóði sem vinna að grænum lausnum með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi:


Stefnir - Grænaval hs.

Blandaður sjóður sem fjárfestir einkum í innlendum og erlendum sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum með það að markmiði skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma.

Fyrir hvern þann sem fjárfestir í sjóðnum árið 2021 verða gróðursett 10 tré í samstarfi við Kolvið.   
 


Nánar


Stefnir - Scandinavian Fund - ESG hs.

Erlendur hlutabréfasjóður þar sem ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sérstaklega höfð að leiðarljósi við fjárfestingar hjá sjóðnum. Þau eru: Heilsa og vellíðan, Sjálfbær orka, Ábyrg neysla, Jafnréttir kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.
 


Nánar


Stefnir - Sjálfbær skuldabréf hs.

Skuldabréfasjóður sem leitast eftir ávöxtun í safni skuldabréfa, innlendra sem erlendra, með sjálfbærni að markmiði.
 


Nánar


Stefnir - Sustainable Arctic Fund hs.

Erlendur hlutabréfasjóðir þar sem markmið sjóðsins er að fjárfesta einkum í skráðum hlutabréfum hlutafélaga sem starfa eða hafa starfsemi á norðurslóðum. Fjárfest er samkvæmt stefnu Stefnis hf. um ábyrgar fjárfestingar, við fjárfestingar mun sjóðurinn meta umhverfislega þætti, félagslega þætti og stjórnarhætti. (e. Environmental, Social and Governance).

 


Nánar

Hlutverk Stefnis hf. er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi til skemmri og lengri tíma. Félagið hefur verið í fararbroddi í þróun nýrra sjóða og fjárfestingarkosta síðastliðinn áratug og er leiðandi þegar kemur að innleiðingu góðra stjórnarhátta og UFS (e. ESG) stefnu.

Ábyrgir, fjölbreyttir fjárfestingakostir og ítarleg upplýsingagjöf eru lykilatriði í framkvæmd og sýnileika þeirrar samfélagslegu ábyrgðar sem Stefnir vill sýna. Með því að taka tillit til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta telur félagið sig geta haft jákvæð áhrif á samfélag okkar, eigendum í sjóðum og öðrum haghöfum til góðs.

Rík áhersla er á fagleg og öguð vinnubrögð innan félagsins.

Stefna um ábyrgar fjárfestingar

 

Fyrirvari vegna markaðsefnis

Upplýsingar sem birtast á þessari síðu eru markaðsefni í skilningi laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga og fela undir engum kringumstæðum í sér ráðleggingu um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Viðtakendur eru hvattir til að leita sér ráðgjafar og kynna sér undirliggjandi áhættur og réttindi sín áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin.

Almennur fyrirvari