Ábyrgar fjárfestingar
Stefnir þú að betri framtíð?
Næstu skref sem þú tekur í sparnaði geta haft áhrif á framtíðina. Stefnir býður upp á sjóði sem vinna að grænum lausnum með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi:
Stefnir - Grænaval hs.Blandaður sjóður sem fjárfestir einkum í innlendum og erlendum sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum með það að markmiði skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Fyrir hvern þann sem fjárfestir í sjóðnum árið 2021 verða gróðursett 10 tré í samstarfi við Kolvið. |
|
Stefnir - Scandinavian Fund - ESG hs.Erlendur hlutabréfasjóður þar sem ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru sérstaklega höfð að leiðarljósi við fjárfestingar hjá sjóðnum. Þau eru: Heilsa og vellíðan, Sjálfbær orka, Ábyrg neysla, Jafnréttir kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum. |
|
Stefnir - Sjálfbær skuldabréf hs.Skuldabréfasjóður sem leitast eftir ávöxtun í safni skuldabréfa, innlendra sem erlendra, með sjálfbærni að markmiði. |
|
Stefnir - Sustainable Arctic Fund hs.Erlendur hlutabréfasjóðir þar sem markmið sjóðsins er að fjárfesta einkum í skráðum hlutabréfum hlutafélaga sem starfa eða hafa starfsemi á norðurslóðum. Fjárfest er samkvæmt stefnu Stefnis hf. um ábyrgar fjárfestingar, við fjárfestingar mun sjóðurinn meta umhverfislega þætti, félagslega þætti og stjórnarhætti. (e. Environmental, Social and Governance).
|
|
Hlutverk Stefnis hf. er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi til skemmri og lengri tíma. Félagið hefur verið í fararbroddi í þróun nýrra sjóða og fjárfestingarkosta síðastliðinn áratug og er leiðandi þegar kemur að innleiðingu góðra stjórnarhátta og UFS (e. ESG) stefnu.
Ábyrgir, fjölbreyttir fjárfestingakostir og ítarleg upplýsingagjöf eru lykilatriði í framkvæmd og sýnileika þeirrar samfélagslegu ábyrgðar sem Stefnir vill sýna. Með því að taka tillit til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta telur félagið sig geta haft jákvæð áhrif á samfélag okkar, eigendum í sjóðum og öðrum haghöfum til góðs.
Rík áhersla er á fagleg og öguð vinnubrögð innan félagsins.
Stefna um ábyrgar fjárfestingar