Upplýsingagjöf
Upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu
Stefnir vill veita eigendum í sjóðum gagnlegar, tímanlegar og réttar upplýsingar um með hvaða hætti sjóðir í rekstri félagsins hafa innleitt aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga í starfsemi sína. Fylgni við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/2088 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu gegnir þar lykilhlutverki. Innleiðing reglugerðarinnar er verkefni sem mun taka breytingum og þroskast eftir því sem upplýsingar sem við nýtum í starfsemi okkar verða betri og gagnlegri við stýringu sjóða.
Á þessari síðu birtast upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóða Stefnis áður en ákvörðun tengd mögulegum kaup í sjóðum eiga sér stað. Á þeim tíma sem hlutdeildarskírteinishafi á eign í 8 gr. sjóðum Stefnis munu upplýsingar tengdar sjálfbærni birtast í útboðslýsingu, lykilupplýsingaskjali, í ársreikningi sjóðs og á upplýsingasíðum sjóða.
Hafir þú spurningar um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni hjá Stefni eða við fjárfestingar í sjóðum Stefnis er velkomið að senda tölvupóst á info@stefnir.is
Yfirlýsing Stefnis um mat á sjálfbærniáhættu í fjárfestingarákvörðunartökuferli sjóða (3. gr. SFDR)
Stefnir hefur innleitt í starfsemi sína stefnur og ferla sem eru hluti af fjárfestingarferli sjóða og er sjálfbærniáhætta metin að því marki sem traustar upplýsingar frá útgefendum fjármálagerninga eru aðgengilegar við ákvarðanatöku. Með sjálfbærniáhættu er átt við umhverfis-, félags eða stjórnarhátta atburð eða ástand sem, ef það á sér stað, gæti valdið raunverulegum eða hugsanlegum verulegum neikvæðum áhrifum á verðmæti fjárfestinga.
Í stefnu félagsins um ábyrgar fjárfestingar má finna upplýsingar um með hvaða hætti mat á sjálfbærniáhættu við fjárfestingaákvörðunartöku á sér stað. Stefnu um ábyrgar fjárfestingar má finna hér.
Yfirlýsing Stefnis um skaðleg áhrif fjárfestinga á sjálfbærni (e. PAI)
Stefnir tekur ekki tillit til neikvæðra áhrif fjárfestingaákvarðana á sjálfbærniþátti á einingastigi (e. entity level) á þann hátt sem gert er ráð fyrir í a-lið 1 mgr. 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/2088 frá 27. nóvember 2019 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu. Ástæða þess að Stefnir á einingastigi tekur ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingaákvarðana á sjálfbærniþátta er að upplýsingar frá félaginu sjálfu munu ekki nýtast haghöfum með neinum hætti. Hins vegar munu upplýsingar sjóða sem hafa tileinkað sér og innleitt aðferðafræði ábyrga fjárfestinga þar sem tekið er tillit til mats á neikvæðum áhrifum á sjálfbærni verða aðgengilegar hlutdeildarskírteinishöfum í upplýsingagjöf fyrir samningsgerð og í viðvarandi upplýsingagjöf þeirra sjóða sem við á.
Yfirlýsing Stefnis um með hvaða hætti áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í starfskjarastefnu
Stefnir birtir starfskjarastefnu sína árlega eftir samþykkt hluthafafundar. Meginsjónarmið varðandi kjör starfsmanna Stefnis er að bjóða á hverjum tíma samkeppnishæf laun til þess að Stefnir geti laðað til sín og haldið í framúrskarandi starfsfólk. Jafnframt er markmið Stefnis að tryggja að störf hjá Stefni séu eftirsóknarverð í augum hæfra einstaklinga. Við mörkun starfskjarastefnunnar skal gætt að því að hún stuðli ekki að óeðlilegri áhættutöku, heldur hvetji til þess að langtímasjónarmið séu höfð að leiðarljósi og heilbrigður rekstur Stefnis tryggður. Starfskjarastefnan miðar að því að menning félagsins, stefna, gildi, sjálfbærni og langtíma sjónarmið hluthafa Stefnis og annarra haghafa haldist í hendur.
Hjá Stefni kann að vera starfrækt kaupaukakerfi meti stjórn það svo að kaupauki sé heppilegur til að ná fram meginsjónarmiðum launastefnu samkvæmt starfskjarastefnunni. Kaupaukakerfið á að hvetja starfsmenn til þess að skapa sjálfbæran langtímaárangur með gagnsæjum hætti þar sem mæli kvarðar eru skilgreindir um fjárhagslega og ófjárhagslega þætti þ.m.t. framgang UFS málefna innan félagsins. Kaupaukakerfinu er ekki ætlað að leiða til óhóflegrar áhættutöku og veitt í samræmi við áhættuvilja félagsins.
Samkvæmt ákvörðun stjórnar er starfrækt kaupaukakerfi fyrir árið 2024 og eru allir starfsmenn þátttakendur í kerfinu að undanskildum áhættustjóra sem hefur eftirlit með því. Þeir mælikvarðar sem ákvarðaðir voru fyrir árið 2024 og hafa bein áhrif á mildun áhættu tengda sjálfbærni eru m.a. þátttaka starfsmanns í framgangi verkefna innan félagsins er varða UFS þætti, þátttaka í endurmenntun þ. m. t. á sviði ábyrgra fjárfestinga, fylgni við jafnlaunastefnu auk annarra þátta er snerta hlítni við lög, reglur og innri reglur félagsins.
Starfskjarastefnu Stefnis má finna hér.