Fáðu meira fyrir fermingarpeninginn hjá Stefni
Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá leggur Stefnir til 6.000 kr. mótframlag ásamt 5% af þeirri upphæð sem lögð er inn umfram 30.000 kr. en þó að hámarki 200.000 kr. Mótframlag er veitt ef fjárfest er í sjóðum Stefnis fyrir 31. desember 2024.
Til að geta átt viðskipti með sjóði þarf forsjáraðili að stofna til verðbréfaviðskipta fyrir fermingarbarnið. Þegar því er lokið verður verbréfasafnið aðgengilegt í Arion appinu þar sem afar einfalt er að fjárfesta í sjóðum Stefnis.
Mótframlagið er svo sjálfkrafa lagt inn á sjóðinn innan mánaðar ef öllum skilyrðum er fullnægt. Ef keypt er í nokkrum sjóðum dreifist mótframlagið í sjóðina í sömu hlutföllum og keypt er.
Eitt mótframlag er fyrir hvert fermingarbarn.
Til þess að stofna vörslureikning skráir forráðamaður sig inn hér.
Við gætum að persónuvernd, sjá nánar hér.
Fyrirvari vegna markaðsefnis
Upplýsingar sem birtast á þessari síðu eru markaðsefni í skilningi laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga og fela undir engum kringumstæðum í sér ráðleggingu um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Viðtakendur eru hvattir til að leita sér ráðgjafar og kynna sér undirliggjandi áhættur og réttindi sín áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin.