Sérhæfðar fjárfestingar

Fyrirvari 

Vakin er athygli á því að sérhæfðir sjóðir í rekstri Stefnis eru markaðssettir fyrir fagfjárfesta eins og það hugtak er skilgreint í lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. 

 

Athafnasjóðir

Stefnir íslenskir Athafnasjóðir (SÍA) eru framtakssjóðir í rekstri hjá Stefni. Sjóðirnir fjárfesta að mestum hluta í óskráðum íslenskum fyrirtækjum með því markmiði að hámarka ávöxtun og auka virði félaganna með tilliti til áhættu á hverjum tíma. Þá hafa sjóðirnir tekið þátt í uppbyggingu skráðs hlutabréfamarkaðar hér á landi, bæði með nýskráningum félaga í eigu sjóðanna í kauphöll og sölu til skráðra fyrirtækja.

SÍA I

Stofnár: 2011

Stærð: 3,4 ma.kr.

SÍA I tók þátt í skráningu bæði Haga á hlutabréfamarkað árið 2012 og Sjóvár árið 2014, en 66N og Jarðboranir voru seldar fjárfestum. Sjóðnum var slitið í kjölfar sölu síðustu eignar sinnar árið 2022.

SÍA II

Stofnár: 2013

Stærð: 7,5 ma.kr. 

SÍA II skráði Skeljung á hlutabréfamarkað 2016 og fjárfestingu sjóðsins í Festi lauk með sölu til skráða félagsins N1 árið 2018. Eftir að Verne Global var selt til skráðs erlends innviðasjóðs árið 2021 er Icelandia eina eftirstandandi eign SÍA II.

SÍA III

Stofnár: 2016

Stærð: 12,8 ma.kr.

Sjóðurinn seldi eignarhluti sína í Edition Hótelinu við Austurhöfn til þjóðarsjóðsins ADQ árið 2023, Lyfju til skráða félagsins Festi 2024 og Men and Mice til ameríska félagsins BlueCat 2023. Sjóðurinn á enn meirihluta í iðn- og tækniþjónustu-fyrirtækinu HD og í Terra umhverfisþjónustu.

SÍA IV

Stofnár: 2021

Stærð: 15,9 ma.kr. 

Sjóðurinn er fjárfestur í fjölbreyttum félögum með starfsemi innanlands og utan, en þau eru Rotovia, Vaxa Technologies, Good Good, Arna og Internet á Íslandi (ISNIC).

 

Lánasjóðir

Stefnir rekur þrjá sérhæfða lánasjóði, en sjóðirnir fjárfesta í dreifðu safni skuldabréfa og lánasamninga gefin út á íslensk fyrirtæki. SÍL sjóðirnir gefa út skráð skuldabréf á First North, en hægt er að nálgast upplýsingar um skráninguna hér: www.stefnir.is/kaupholl. Sjóðurinn ST1 fjárfestir aðeins í fasteignaveðlánum og er svokallaður „evergreen“ sjóður sem þýðir að líftíminn er óskilgreindur í sjóðnum og vaxtatekjum er endurfjárfest.

SÍL I

Stofnár: 2021

Stærð: 5,1ma.kr.

Líftími: 10 ár

SÍL II

Stofnár: 2023

Stærð: 7,0 ma.kr.

Líftími: 10 ár

ST I

Stofnár: 2016

Stærð: 19,4 ma.kr.

Líftími:Óskilgreindur

 

Fasteignasjóðir

Stefnis hefur um langt skeið rekið framtakssjóði sem sérhæfa sig í fjárfestingum í íslenskum fasteignum. Markmið sjóðanna er að auðvelda stofnanafjárfestum aðkomu að fasteignafjárfestingum, bæði með fjárfestingum í eigin fé og skuldafjármögnun. Sjóðunum SRL, SRE I og II hefur verið slitið samhliða eignasölu eða afhendingu eigna til hluthafa.

SRL

Stofnár: 2018

Stærð: 3,9 ma.kr.

 

SRE I

Stofnár: 2011

Stærð: 1,6 ma.kr.

 

SRE II

Stofnár: 2012

Stærð: 16,4 ma.kr.

 

SRE III

Stofnár: 2024

Stærð: 40 ma.kr.

 

 

Teymi

Páll Ólafsson
Forstöðumaður

Eiríkur Ársælsson
Sjóðstjóri

Fríða Einarsdóttir
Sjóðstjóri

Ólöf Pétursdóttir
Sjóðstjóri

Theodór Blöndal
Sjóðstjóri

Ágúst Bragason
Sérfræðingur

Bjarni Atlason
Sérfræðingur