Það er mikilvægt að byrja snemma að leggja grunn að fjárhagslegu öryggi barna sinna. Með reglulegum sparnaði til lengri tíma byggist smám saman upp góður fjárhagslegur grunnur sem kemur barninu til góða seinna meir.
Reglulegur sparnaður með áskrift í sjóðum
Foreldrar og forráðamenn geta nú stofnað áskrift í sjóðum fyrir börnin sín í Arion appinu og netbanka með einföldum hætti og þar með lagt góðan grunn að framtíð þeirra. Ferlið er algjörlega rafrænt og þú færð einstaka yfirsýn yfir stöðu eigna og ávöxtun í Arion appinu ásamt því að geta sótt hreyfingaryfirlit hvenær sem þér hentar.
Fyrsta skrefið er að stofna til verðbréfaviðskipta fyrir barnið, hafi það ekki verið gert áður.
Spurt og svarað
Opna alla |
---|
Hvernig skrái ég barnið í áskrift? |
Í Arion appinu velur þú meira, verðbréf og sjóði. Því næst velur þú viðeigandi sjóð og ef þú vilt eiga í viðskiptum með viðkomandi sjóð, kaupa. Í ferlinu velur þú verðbréfasafn barnsins, skráir upphæð, hakar við að skrá í mánaðarlega áskrift, staðfestir og áskriftin fer í vinnslu. Í netbankanum velur þú verðbréf, sjóði og áskriftir. Því næst velur þú viðeigandi sjóð og ef þú vilt eiga í viðskiptum með viðkomandi sjóð, skrá áskrift. Því næst skráir þú upphæð og áskriftin fer í vinnslu. |
Hvernig kaupi ég í sjóði fyrir barnið? |
Í Arion appinu velur þú meira, verðbréf og sjóði. Því næst velur þú viðeigandi sjóð og ef þú vilt eiga í viðskiptum með viðkomandi sjóð, kaupa. Í ferlinu velur þú verðbréfasafn barnsins, skráir upphæð, staðfestir og viðskiptin fara í vinnslu. |
Hvernig er sýn foreldra og umboðshafa? |
Verðbréfasafn barnsins birtist í Arion appi og netbanka foreldra eða umboðshafa. Þar er hægt að fylgjast með stöðu og þróun sparnaðarins. |
Hver er sýn barnsins? |
Barnið getur fylgst með þróun sparnaðarins frá 9 ára aldri í gegnum Arion appið og netbanka. |
Hvað gerist við 18 ára aldur? |
Einstaklingar verða lög- og fjárráða við 18 ára aldur og geta þá átt í verðbréfaviðskiptum sjálfir. Umboð falla niður. |
Getur barn óskað eftir innlausn? |
Þeir sem eru með umboð til að stunda verðbréfaviðskipti fyrir hönd barnsins geta innleyst með því að hringja í Verðbréfaþjónustu Arion í síma 444 7000. |
Fæ barnið fermingamótframlag? |
Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum Stefnis þá leggur Stefnir til 6.000 kr. mótframlag ásamt 5% af þeirri upphæð sem lögð er inn umfram 30.000 kr. en þó að hámarki 200.000 kr. |