Spurt og svarað
Opna alla | ||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hvernig get ég keypt og selt í sjóðum Stefnis? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hægt er að kaupa og selja í sjóðum Stefnis í gegnum Arion appið og netbanka Arion banka. Veittur er 25% afsláttur af gengismun og afgreiðslugjald er fellt niður ef viðskipti eru framkvæmd í Arion appinu og netbanka Arion banka. Einnig er hægt að hafa samband við verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444-7000. Rafræna ferlið er eftirfarandi fyrir nýja viðskiptavini: Skref 1. Stofna til viðskipta og fá aðgang að netbanka Arion appið er opið öllum allan sólarhringinn og er þægileg leið til að eiga viðskipti með sjóði Stefnis og fylgjast með stöðu sjóða. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvernig framkvæmi ég millifærslu af vörslureikningi yfir á annan reikning í minni eigu? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hægt er að óska eftir millifærslu í Arion appinu. Þar er valið „Vörslusafn“ og smellt á „Bankareikningar“. Í kjölfarið opnast beiðni um millifærslu af bankareikningi. Í Netbanka Arion banka er valið ,,Verðbréf“ vinstra megin í veftré, smellt á ,,Staða“ og neðst í horninu hægra megin niðri er smellt á ,,Beiðni um millifærslu af bankareikningi“. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er Stefnir? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Stefnir er rótgróið íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki með um 247 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2023. Hjá Stefni starfa um 25 sérfræðingar í fimm teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfasjóða, sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar. Stefnir var stofnaður árið 1996 og hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki með um 10 ára reynslu að meðaltali af störfum á fjármálamarkaði. Félagið hefur allt frá upphafi verið í fararbroddi í þróun á nýjum tegundum sjóða, jafnt fyrir einstaklinga sem og fagfjárfesta. Við þróun og stýringu sjóða er fyrst og fremst horft til hagsmuna viðskiptavina. Stefnir telur að traust og trúnaður séu forsendur langtímasambands við viðskiptavini. Því er lögð mikil áhersla á heiðarleika í samskiptum og gegnsæi í upplýsingagjöf. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað gerir Stefnir? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hlutverk Stefnis er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Viðskiptavinir Stefnis eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum í stýringu Stefnis. Þessi hlutdeildarskírteini eru ávísun á hlut í eignasafni sjóðanna. Eignir sjóðanna eru því alfarið í eigu hlutdeildarskírteinishafa (sjóðfélaga) á hverjum tíma. Lögum samkvæmt er eignum Stefnis hf. og eignum sjóða í stýringu haldið aðgreindum í fjárhagsuppgjöri. Varsla á eignum sjóðanna, ásamt útreikningi á gengi sjóða, er í höndum Arion banka. Stefnir leggur sérstaka áherslu á öryggi í allri starfsemi sinni. Í því skyni hefur félagið komið sér upp margþættu eftirlits- og áhættustýringarkerfi sem byggist meðal annars á skýrum verkferlum, ytri og innri endurskoðun, regluvörslu og sérsmíðuðum eftirlitskerfum með fjárfestingarstefnum. Jafnframt framkvæmir félagið árlega innra áhættumat á helstu rekstraráhættuþáttum. Verðbréfasjóðir og sérhæfðir sjóðir Stefnis fyrir almenna fjárfesta lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, lögum samkvæmt. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er verðbréfasjóður? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Verðbréfasjóðir eru söfn skuldabréfa, hlutabréfa og ýmissa annarra auðseljanlegra verðbréfa. Íslenskir verðbréfasjóðir starfa samkvæmt lögum um verðbréfasjóði nr. 116/2021. Markmið laganna er að gera verðbréfasjóði að öruggum kosti fyrir þá sem eiga í þeim hlutdeildarskírteini. Samkvæmt lögunum eru allir sjóðir reknir af rekstarfélaginu Stefni sem er sjálfstæður lögaðili. Öll umsjá og varsla verðbréfa er í höndum Arion banka hf . Vörslufélagið sér meðal annars um að gengisútreikningar, sala, útgáfa og innlausn hlutdeildarskírteina fari fram samkvæmt lögum og samþykktum sjóða. Með innlausn er átt við þegar viðskiptavinur skilar inn hlutdeildarskírteinum (innleysir þau) og fær í skiptum reiðufé á reikning sinn. Upphæðin sem viðskiptavinur fær jafngildir fjölda eininga sem hann á í sjóðnum (innleysir) margfaldaðar með gengi sjóðs á innlausnardegi (að frádregnu afgreiðslugjaldi og að teknu tilliti til skattalegs uppgjörs). Fjárfestingarstefna íslenskra verðbréfasjóða er ákveðin fyrir fram og geta fjárfestar þannig kynnt sér heimildir sjóða áður en til fjárfestingar kemur. Fjárfestingarstefnu verðbréfasjóðs verður ekki breytt nema að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins sem hefur eftirlit með starfsemi viðkomandi rekstrarfélags og þar með sjóðanna. Verðbréfasjóðir hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum enda kostir þeirra nokkrir umfram einstök bréf.
Þrátt fyrir að verðbréfasjóðir fjárfesti í vel dreifðu eignasafni þá er hins vegar alltaf ákveðin áhætta fyrir hendi sem ekki er hægt að eyða en þó hægt að draga úr ef kunnáttan er fyrir hendi. Helstu þættir sem geta haft áhrif á verðmæti hlutdeildarskírteina í sjóðum er nefndir hér fyrir neðan. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna eru starfsleyfisskylt form sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020. Um sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta gilda aðrar reglur en um verðbréfasjóði að því er varðar fjárfestingarheimildir og innlausnarskyldu. Fjárfestingarheimildir sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta eru rýmri skv. lögunum og getur fjárfesting í þeim því verið áhættusamari en fjárfesting í verðbréfasjóðum. Fjárfestar eru hvattir til að hafa í huga þennan mun á sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta og verðbréfasjóðum og kynna sér sérstaklega fjárfestingarstefnu sem gildir fyrir þá sjóði sem þeir eiga hlutdeildarskírteini í eða hyggjast fjárfesta í framtíðinni. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er samlagshlutafélag? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Í 2. mgr. 160. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er samlagshlutafélag skilgreint sem sú tegund samlagsfélaga þar sem einn eða fleiri félagsmenn (ábyrgðaraðilar) bera beina og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins en aðrir félagsmenn (hluthafar), einn eða fleiri, bera takmarkaða ábyrgð á grundvelli framlaga sem mynda hlutafé í félaginu. Ábyrgðaraðilar geta einnig verið hluthafar. Um samlagsfélög fer samkvæmt lögum um hlutafélög. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Er ég bundin(n) inni með fjármunina með því að fjárfesta í sjóðum? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Fjárfestar eru ekki bundnir inni í sjóðum fyrir utan nokkra daga sem það tekur að leysa eignarhlut þeirra út úr sjóðunum. Í flestum verðbréfasjóðum og sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta tekur það ferli tvo virka daga en tíminn getur verið lengri í sjóðum með erlendar eignir. Nánari upplýsingar um einstaka sjóði er að finna í ítarupplýsingum um hvern sjóð fyrir sig og í útboðslýsingum sjóðanna. Sjá hér: Sjóðir. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er áhætta? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Ef skoðuð er ávöxtun ýmissa fjárfestinga í tímans rás kemur í ljós að aukin ávöxtun hefur að jafnaði í för með sér meiri áhættu. Sú áhætta felst að miklu leyti í sveiflum á verði verðbréfa til skamms tíma. Þar sem verðsveiflur eru einn helsti mælikvarðinn á áhættu eru verðbréf með litlar verðsveiflur talin áhættulítil en verðbréf með miklar verðsveiflur talin áhættumikil. Áhætta getur einnig verið af öðrum toga. Almennt eru hlutabréf talin áhættusamari en skuldabréf, þar sem hlutabréfaeigendur standa aftar í kröfuhafaröð en skuldabréfaeigendur. Þessi staðhæfing á sérstaklega við um hlutabréf og skuldabréf útgefin af sama aðila eða svipuðum útgefanda. Einnig skiptir miklu máli hvaða útgefendur eru á bak við verðbréf í sjóðum. Löngum hefur verið rætt um að ríki séu traustari útgefendur en fyrirtæki, en þó er það of mikil einföldun eins og skuldavandræði fjölmargra vestrænna ríkja undanfarið hafa sýnt. Réttara er að segja að sjóðir sem hafa verðbréf útgefin af fjárhagslega sterkum útgefendum eru áhættuminni en sjóðir sem eiga verðbréf útgefin af ótraustum útgefendum. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvaða sjóður hentar mér best? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Sá sjóður er bestur sem hentar þínum fjárfestingarmarkmiðum hverju sinni. Ráðlegast er fyrir þig að velja sjóð samkvæmt þinni eigin afstöðu til áhættu og því hve lengi þú hyggst eiga fjárfestinguna. Skynsamlegt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en fjárfest er í sjóðum en söluaðilar sjóða Stefnis veita upplýsingar um sjóðina. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað þarf ég að hafa í huga áður en ég tek ákvörðun? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Viðhorf til áhættu Þar sem verðsveiflur eru einn helsti mælikvarðinn á áhættu, eru fjármálagerningar með litlum verðsveiflum taldir áhættulitlir en fjármálagerningar með miklum verðsveiflum taldir áhættumiklir. Ef halda á áhættu í lágmarki er því gott að velja sjóð með litlum verðsveiflum. Ef vilji er fyrir því að taka meiri áhættu í þeim tilgangi að reyna að ná enn hærri ávöxtun er gott að velja sjóð með meiri sveiflum í ávöxtun. Athugið að áhættumælikvarði tekur einungis til sögulegra verðsveiflna sjóðsins og því er ekki tekið tillit til tapsáhættu í þeim mælikvarða. ÁhættuþolFer að miklu leyti eftir því hve lengi á að spara og fjárhagsstöðu viðkomandi. Þeir sem ætla að leggja fyrir til langs tíma eru oft betur í stakk búnir til að taka meiri áhættu við að hámarka ávöxtun en þeir sem spara til skemmri tíma. Fjárhagsstaða getur einnig haft áhrif á hversu mikla áhættu er æskilegt að taka við ávöxtun sparifjár. Mikilvægt er að taka tillit til markmiðs fjárfestingar en ef sparnaður á að vera varasjóður, og ekki er í aðra sjóði að sækja komi til fjárhagslegra áfalla, er æskilegra að velja áhættuminni sjóði fyrir sparnaðinn. FjárfestingartímiÞví lengri sem fjárfestingartíminn er, þeim mun meiri möguleikar eru á hærri ávöxtun. Ef ætlunin er að fjárfesta til skamms tíma er æskilegt að taka minni áhættu og velja sjóð með litlum gengissveiflum, til að mynda í Stefni - Lausafjársjóði. Þegar fjárfest er til langs tíma aukast sveiflur í ávöxtun en á móti er meiri möguleiki á hærri ávöxtun. Munurinn á milli sjóða sem fjárfesta til skamms eða langs tíma felst í gengissveiflum eigna í sjóðnum. Eignir til skamms tíma, t.d. nokkurra mánaða, hafa litlar gengissveiflur en eignir til nokkurra ára geta sveiflast töluvert mikið. Mikilvægt er þó að að hafa í huga að hærri ávöxtun er almennt talin hafa í för með sér meiri áhættu. Skynsamlegt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en fjárfest er í sjóðum en söluaðilar sjóða Stefnis veita upplýsingar um sjóðina. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað gerist ef rekstrarfélag sjóðanna verður gjaldþrota? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Stefnir lýtur margþættu eftirliti af hálfu innri og ytri eftirlitsaðila. Félagið er hlutafélag lögum samkvæmt og birtir ársreikning sem er aðgengilegur á heimasíðu þess. Það er mikilvægt að gera sér ljósan þann aðskilnað sem er á milli Stefnis og þeirra sjóða sem hann rekur. Stefnir rekur fjölda sjóða og í því felst að stýring og umsýsla eigna sjóðanna er í höndum starfsfólks Stefnis en eign hlutdeildarskírteinishafa er ávallt ávísun á hlutfallslega eign í sjóði. Einnig er varsla eigna sjóðanna í höndum sjálfstæðs vörslufyrirtækis sem hlotið hefur viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins. Í 2. mgr. 39. gr. laga nr. 116/2021 kemur fram hvernig eignatilkall til hlutdeildar í sjóði er skilgreint en það er sem hér segir: „Hlutdeildarskírteinishafar eiga sama rétt til tekna og eigna sjóðsins eða viðkomandi deildar í hlutfalli við hlutdeild sína og eru hlutdeildarskírteinin staðfesting á tilkalli til eignarhlutdeildar“. Með þessu er áréttað að rekstrarfélag á ekkert tilkall til eigna sjóðsins svo fremi sem hann er ekki hlutdeildarskírteinishafi í sjóðnum en þá á hann hlutfallslega eign í sjóðnum líkt og aðrir hlutdeildarskírteinishafar. Að sama skapi ber rekstrarfélagið ekki rekstrarlega áhættu af sjóðunum. Ársreikningi rekstrarfélagsins og sjóða í rekstri félagsins er haldið aðskildum en allir sjóðir eru með eigin efnahags- og rekstrarreikning. Ársreikningur Stefnis er birtur á heimasíðu félagsins. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvernig er tryggt að farið sé eftir fjárfestingarstefnu sjóðanna? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Í útboðslýsingum sjóðanna er tilgreind fjárfestingarstefna sem rekstrarfélagi ber að fara eftir. Umsjónarmenn sjóðanna fylgja ströngum verkferlum varðandi ákvarðanatöku um fjárfestingar sjóða og kveða verkferlarnir m.a. skýrt á um að fjárfestingar verði að vera innan ramma fjárfestingarstefnu sjóðanna. Í innra eftirliti með sjóðunum er daglega fylgst með mögulegum frávikum frá fjárfestingarstefnu og ársfjórðungslega er eignaskipting verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta send Fjármálaeftirlitinu. Hlutdeildarskírteinishafar geta séð eignaskiptingu sjóða hér.
| ||||||||||||||||||||||||||||||
Af hverju eru skuldabréfasjóðir skilgreindir í skammtíma- eða langtímasjóði? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Það fer eftir fjárfestingarstefnu hvers sjóðs fyrir sig. Sumir eru skilgreindir sem skammtímasjóðir vegna þess að þeir fjárfesta í skuldabréfum með stuttan líftíma, t.d. 1–5 ár. Aðrir eru flokkaðir sem langtímasjóðir þar sem þeir fjárfesta í skuldabréfum með langan líftíma, þ.e. til fimm ára eða lengur. Til skamms tíma er meiri hætta á sveiflum í ávöxtun í löngum sjóðum en stuttum. Því er mikilvægt að val á milli kaupa í löngum eða stuttum sjóði sé byggt á réttum forsendum og taki mið af markmiðum og fjárhagsaðstæðum hvers og eins. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Er hægt að vera í áskrift að sjóðum? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hægt er að vera í áskrift að flestum sjóðum sem Stefnir rekur. Lágmarksupphæð í áskrift er 5.000 kr. á mánuði. Þegar viðskiptavinur er í áskrift að sjóði sér söluaðili viðkomandi sjóðs um að skuldfæra af reikningi um hver mánaðamót. Á upplýsingablöðum sjóðanna kemur fram hvort hægt sé að vera í áskrift að viðkomandi sjóði eða ekki. Veljir þú að vera í áskrift að sjóðum Stefnis, hlýtur þú 50% afslátt af gengismun viðkomandi sjóðs og afgreiðslugjald er fellt niður. Þú getur gengið frá áskrift að sjóðum í Arion appinu og í netbanka Arion banka. Einnig er hægt að hafa samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion banka í síma 444 7000 eða verdbrefathjonusta@arionbanki.is. Hægt er að skrá áskrift fyrir börn með því að smella hér. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Er hægt að skrá börn í áskrift að sjóðum? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hægt er að skrá áskrift fyrir börn með því að smella hér. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Er einhver lágmarksupphæð til að kaupa í sjóði? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Í flestum sjóðum eru lágmarkskaup 10.000 kr. en 5.000 kr. í áskrift. Í sumum sjóðum er þó önnur lágmarksupphæð og er hún tilgreind í ítarefni og útboðslýsingu hvers sjóðs. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvaða kostnaður fylgir viðskiptum með sjóði? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Þegar viðskiptavinur fjárfestir í sjóði, eru kaupin skráð á sölugengi sjóðsins en þegar viðskiptavinur tekur eignarhlut sinn út, fer hann úr sjóðnum á kaupgengi sjóðsins. Söluþóknun Við kaup í sjóðum er innheimt söluþóknun í formi mismunar á kaup-og sölugengi (einnig kallað gengismunur eða upphafsþóknun). Söluþóknun er ekki innheimt við kaup í Stefni - Lausafjársjóði og Stefni - Sparifjársjóði. Í netbanka Arion banka er veittur 25% afsláttur af söluþóknun sjóða Stefnis. Í reglubundnum sparnaði hlýtur þú 50% afslátt af söluþóknun viðkomandi sjóðs. Afgreiðslugjald Innheimt af viðskiptum í sjóðum í samræmi við gjaldskrá söluaðila. Afgreiðslugjald fellur niður þegar um er að ræða reglulegan sparnað i sjóðum og í netbanka Arion banka. Umsýsluþóknun Árleg umsýsluþóknun er innheimt og fer í að greiða rekstrarkostnað sjóða. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi og ávöxtun sjóðanna. Umsýsluþóknun er því dregin frá við útreikning á ávöxtun og gengi sjóða. Nánari upplýsingar um kostnað má finna í ítarefni um sjóðina og útboðslýsingum þeirra. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað er átt við með kvarðanum „Áhættuflokkun“? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Stefnir hf. hefur skipt verðbréfa- og sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta í rekstri félagsins í sjö flokka byggt á samanteknum áhættuvísi í samræmi við II. viðauka framseldrar reglugerðar (ESB) 2017/653 og byggir hún á flökti á ársgrundvelli sem samsvarar vágildi (e. value-at-risk (VaR)) við öryggisstig 97,5% á ráðlögðum fjárfestingartíma. Flokkur 1 ber minnstu sveiflurnar í ávöxtun en flokkur 7 mestu sveiflurnar. Flokkun sjóðs getur breyst ef sveiflur undirliggjandi fjármálagerninga taka breytingum. Mælikvarðinn byggir eingöngu á sögulegum sveiflum í ávöxtun. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð og tekur ekki mið af þeim ýmsu áhættum sem verðbréfa- og sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta kunna að búa við í rekstri sínum. Þá kann flokkunin að breytast fyrirvaralaust. Áhættumælikvarðinn er ekki almenn lýsing á þeirri áhættu sem fylgir fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða. Öllu heldur er um að ræða tölfræðilega, hlutbundna lýsingu á eignum þeirra fjölmörgu áhættuþátta sem geta verið til staðar við fjárfestingu í slíkum fjármálagerningum. Frekari umfjöllun um helstu áhættuþætti er að finna í útboðslýsingu hvers sjóðs. Bent er á að ekki er tryggt að sögulegar sveiflur í ávöxtun sjóðs hafi forspárgildi um framtíðarsveiflur í ávöxtun hans. Jafnframt er bent á að sjóðir í flokki 1 eru ekki áhættulaus fjárfesting og engin trygging er fyrir ávöxtun upphaflegrar fjárfestingar eða fullrar innheimtu hennar. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvað eru viðvarandi gjöld? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Stefnir reiknar og birtir viðvarandi gjöld fyrir verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta í rekstri félagsins samkvæmt leiðbeinandi tilmælum FME nr. 3/2015. Viðvarandi gjöld er birt sem hlutfall heildarkostnaðar af meðaltali hreinna eigna sjóðs á ársgrundvelli. Við útreikninginn teljast til gjalda allir kostnaðarliðir sem sjóður ber. Er þar m.a. átt við allar greiðslur til rekstrarfélags, vörslufyrirtækis og fjárfestingarráðgjafa, allar greiðslur vegna útvistaðrar þjónustu, skráningar og eftirlitsgjalda, endurskoðunar og lögfræðilegrar ráðgjafar. Ýmis gjöld falla þó ekki þar undir svo sem gjöld eða umboðslaun fyrir sölu og innlausn hlutdeildarskírteina, vextir af lánum og miðlunarkostnaður. | ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvernig virkar Stefnir - Arðgreiðslusjóður? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Helstu kostir Stefnis – Arðgreiðslusjóðs
Stefnir - Arðgreiðslusjóður er ólíkur hefðbundnum hlutabréfasjóðum að því leyti að arður er greiddur til hlutdeildarskírteinishafa. Félögin sem sjóðurinn á í ráðstafa afkomu sinni að einhverju leyti með greiðslu til hluthafa í formi arðgreiðslna. Því fær sjóðurinn greiddan arð sem hann svo skilar til hlutdeildarskírteinishafa á hverju ári. Sjóðurinn fjárfestir í félögum sem hafa sögulega greitt arð og/eða eru líkleg til að greiða arð innan 12 mánaða. Sjóðurinn tekur fyrst og fremst stöður í hlutabréfum íslenskra hlutafélaga og hlutafélaga með starfsemi á Íslandi, sem skráð eru í NASDAQ OMX Nordic Iceland, First North markaðnum, eða annarri viðurkenndri kauphöll eða markaðstorgi fjármálagerninga. Upphæð arðgreiðslu er reiknuð með því að deila heildarupphæð arðgreiðslu með heildarfjölda útistandandi hluta, sem gefur arðgreiðslu á hvern hlut. Hlutdeildarskírteinishafar sjóðsins geta þá reiknað hlutdeild sína í arðgreiðslunni með því að margfalda hluti í þeirra eigu við upphæð arðgreiðslu á hlut Heildarupphæð arðgreiðslu / Heildarfjöldi útistandandi hluta = Arðgreiðsla á hlut Arðgreiðsla á hlut * Fjöldi hluta í eigi hlutdeildarskírteinishafa = Arðgreiðsla hlutdeildarskírteinishafa Einnig er hægt að reikna arðgreiðsluna sína út frá arðgreiðsluhlutfalli (e. dividend yield). Dæmi: Ef eign í sjóðnum er 1 milljón króna þann 28. júní og arðgreiðsluhlutfall er 5% þá fær hlutdeildarskírteinishafinn greiddar 50.000 kr. í arð. 1.000.000 kr. * 0,05 = 50.000 kr. Gera þarf ráð fyrir fjármagnstekjuskatti (22%) og myndi því hlutdeildarskírteinishafinn í raun fá greiddar kr. 39.000. 50.000 kr. * (1 - 0,22) = 39.000 kr. Hagnaður af innlausn hlutdeildarskírteina sjóðsins er skattskyldur á Íslandi og fer um skattskyldu hagnaðar samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Um frekari skattlagningu getur verið að ræða. Fjármagnstekjuskattur reiknast þegar hlutdeildarskírteini eru seld með hagnaði eða þegar arður er greiddur af hlutdeildarskírteinum. Varðandi aðila búsetta í öðrum löndum en á Íslandi er athygli vakin á að kanna hvort um sé að ræða skattlagningu umfram þá sem er á Íslandi. Huga ber að, nema ef um skattlausa aðila sé að ræða, s.s. lífeyrissjóði, að kaup í sjóðnum stuttu fyrir arðgreiðsludag sjóðsins (30. júní ár hvert), getur valdið skattgreiðslu við útgreiðslu arðs. Dæmi: 25. júní er fjárfest fyrir 5.000 kr. sem gefur 50 hlutdeildarskírteini á 100 kr. hvert. Ef sjóðurinn greiðir út uppsafnaðan arð sem nemur 5 kr. á hlut þann 30. júní þá lækkar gengi sjóðsins um 5 kr. og verður 95 kr. á hlut (gefið að engar aðrar markaðsbreytingar verði). Þá áttu núna enn 5.000 kr. (50 hluti á 95 kr. hver = 4.750 kr. auk 250 kr. í lausu fé (50*5 kr. = 250 kr.)) en þú skuldar fjármagnstekjuskatt af 250 kr. Til að koma í veg fyrir ofangreint vinsamlega kynnið ykkur útgreiðsludag arðs sjóðsins áður en fjárfest er. Hvenær fæ ég arðinn?Arðurinn skal greiddur út þann 30. júní ár hvert, til þeirra hlutdeildarskírteinishafa sem í dagslok þann 28. júní sama ár eiga hlutdeildarskírteini í sjóðnum sem er síðasti dagur sem arður fylgir hlutdeildarskírteinunum. Arðleysisdagur hlutdeildarskírteina sjóðsins er 29. júní ár hvert og hefst þá nýtt tímabil uppsöfnunar arðgreiðslna skv. framangreindu. Reynist 30. júní ekki bankadagur skal arður greiddur út næsta bankadag þar á eftir. Þarf ég að eiga í sjóðnum í heilt ár?Nei, allir sem eiga hlutdeildarskírteini í Stefnir – Arðgreiðslusjóði dagslok þann 28. júní fá greiddan arð á seinasta degi júnímánaðar eða næsta bankadag þar á eftir reynist síðasti dagur júnímánaðar ekki bankadagur. Hvernig fæ ég arðinn greiddan?Greiddur arður fer inn á vörslusafn hlutdeildarskírteinishafans. Allir þeir sem eru með skráð netfang fá einnig sérstaka kvittun fyrir arðgreiðslunni.
Af hverju lækkar gengi sjóðsins við útgreiðslu arðs?Stefnir - Arðgreiðslusjóður er ólíkur öðrum sjóðum að því leyti að arður er greiddur út til sjóðsfélaga og má í raun skipta ávöxtun fjármagnsins í tvo hluta: Breyting á verði sjóðsins og greiddur arður til hlutdeildarskírteinishafa. Arðgreiðsluhlutfall varpar ljósi á hver ávöxtun hlutdeildarskírteinishafa af fjárfestingu var í formi arðgreiðslna. Hlutfallið er reiknað sem arður á hlut í hlutfalli við verð hans. Við útgreiðslu arðs til hlutdeildarskírteinishafa lækkar verð sjóðsins sem um því nemur. Til þess að sjá heildarávöxtun fjármagnsins þarf því að bæta arðgreiðsluhlutfallinu við verðbreytingu sjóðsins. Dæmi árið 2023: Í eftirfarandi töflu má sjá ávöxtun sjóðsins á síðustu árum, bæði með og án arðgreiðslna.
*Ávöxtun fyrsta árshelmings 2024, arðgreiðsla sjóðsins var greidd 2. júlí 2024.
| ||||||||||||||||||||||||||||||
Hvernig eiga fyrirtæki eða aðrir lögaðilar í viðskiptum með sjóði Stefnis? | ||||||||||||||||||||||||||||||
Fyrirtæki og aðrir lögaðilar geta nú átt í viðskiptum í sjóðum Stefnis með rafrænum hætti, í Arion appi eða netbanka. Í Arion appinu og netbanka er hægt að fylgjast með stöðu eignanna, ávöxtun og sækja hreyfingayfirlit hvenær sem þér hentar. Einfalt rafrænt ferli
Til að geta átt í viðskiptum með sjóði þarf að stofna til verðbréfaviðskipta. Prókúruhafi svarar nokkrum spurningum um þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og skráir hverjir eigi að hafa umboð til að kaupa og selja. Í kjölfarið er stofnað vörslusafn. Vörslusafn er bankareikningur sem tengist verðbréfasafni og er nauðsynlegt fyrir uppgjör viðskipta með verðbréf og sjóði. Auk þess þarf umboðshafi að hafa svarað spurningunum. Mikið úrval sjóða stendur fjárfestum til boða. Hér má sjá þá sjóði sem eru í Arion appinu og netbanka. |