Fjölmiðlar

17. janúar 2014

Nýir eigendur hafa tekið við Skeljungi

SF IV slhf., félag í rekstri Stefnis hf., hefur gengið frá kaupum á Skeljungi og tekið við félaginu. Ný stjórn hefur verið kosin en hana skipa þau Benedikt Ólafsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Ingi Guðjónsson, Jón Diðrik Jónsson (stjórnarformaður) og Katrín Helga Hallgrímsdóttir.

Nánar

17. janúar 2014

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.

Stefnir hf. hefur, með dómum Hæstaréttar Íslands, verið sýknaður af kröfum LBI hf. Dómkröfur LBI voru þær að Stefni hf., f.h. tveggja sjóða í rekstri félagsins, yrði gert að þola riftun og endurgreiðslu vegna útgreiðslu tveggja peningamarkaðsinnlána sem voru á gjalddaga 7. október 2008

Nánar

16. janúar 2014

Ávöxtunarauglýsing sjóða Stefnis 2013

Ávöxtunarauglýsing sjóða Stefnis 2013.

Nánar

20. desember 2013

Stærri og öflugri Stefnir-SAMVAL

Ákveðið hefur verið að sameina fjárfestingarsjóðina Stefni-Verðbréfaval 1 og Stefni-Verðbréfaval 2 inní Stefni-Samval undir nafni þess síðastnefnda. Sameiningin miðast við 31. janúar 2014 en þann dag tekur Samval við öllum eignum og skuld¬bindingum Verðbréfavals 1 og 2, sem verður í kjölfarið slitið.

Nánar

13. desember 2013

Félag í rekstri Stefnis kaupir Skeljung

Kaup SF IV slhf., félags í rekstri Stefnis hf., á öllu hlutafé í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn hafa nú hlotið samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana og munu nýir eigendur taka við rekstri félaganna í janúar næstkomandi. Sátt var gerð við Samkeppniseftirlitið sem ætlað er að tryggja sjálfstæði Skeljungs og mun hún verða birt á næstu vikum.

Nánar

01. júlí 2013

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf.

Nánar

05. apríl 2013

Nýr forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni

Jón Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni. Jafnframt mun Jón gegna stöðu staðgengils framkvæmdastjóra.

Nánar

06. mars 2013

Guðjón Ármann Guðjónsson nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.

Guðjón Ármann Guðjónsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Guðjón hefur starfað hjá félaginu frá 2005 og hefur þrettán ára starfsreynslu úr eignastýringu, lengst af sem sjóðstjóri innlendra og erlendra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Nánar

06. mars 2013

Stefnir hf. verður aðili að Samtökum fjármálafyrirtækja.

Stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hefur samþykkt aðild Stefnis hf. að samtökunum. Með aðild að SFF felst þátttaka í almennri hagsmunagæslu í málefnum íslensks fjármálageira ásamt því að verða beinn aðili að Samtökum Atvinnulífsins (SA).

Nánar

28. febrúar 2013

Fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis lýkur 5,7 milljarða útgáfu eignavarinna skuldabréfa

KLS fagfjárfestasjóður á vegum Stefnis hefur nú nýlokið endurfjármögnun Klasa fasteigna ehf. Um er að ræða útgáfu 5,7 milljarða eignavarinna skuldabréfa.

Nánar

Hér er að finna myndmerki Stefnis.

Windows notendur geta hægrismellt á myndina og valið skipunina "Save Picture As..." úr listanum. Macintosh notendur geta smellt á myndina og dregið hana út á skjáborðið.

Til að vista merkið í betri upplausn er smellt á myndina, þá opnast stærri mynd.

 

null

 

Merki Stefnis í prentupplausn