Frétt
Sjóðir í rekstri Stefnis meðal kaupenda í Högum hf.
Seljandi er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, sem á eftir viðskiptin 64,1% útistandandi hluta í Högum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kaupverðið er 4.140 milljónir króna. Á félaginu hvíla nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð um 12,5 milljarðar króna miðað við efnahagsreikning félagsins 30. nóvember síðastliðinn og er heildarvirði félagsins samkvæmt því rúmir 24 milljarðar króna. Kaupverðið nemur 10 krónum á hlut en gengi samkvæmt kaupréttinum er 10% hærra.
Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar), Gildi lífeyrissjóður, SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins) og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur Búvalla eru Festa lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf., fjárfestingarsjóðurinn Stefnir Samval, séreignalífeyrissjóðirnir Vista og Lífeyrisauki, Miranda ehf. (sem er í eigu Berglindar Jónsdóttur) og Draupnir fjárfestingafélag (sem er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Enginn hlutur er stærri en svo að svari til 8,5% eignarhlutar í Högum. Kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum.
Fleiri fréttir
30.janúar 2025
Haukur Guðnason ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni hf.
Haukur Guðnason hefur verið ráðinn nýr áhættustjóri hjá Stefni. Haukur býr yfir fjölþættri reynslu á sviði áhættustýringar og fjármála sem mun styðja við...
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...