Frétt

27. júní 2011

Sameiningu Stefnis - Green Growth Fund og Stefnis - Erlend hlutabréf lokið

Sameiningu Stefnis - Green Growth Fund og Stefnis - Erlend hlutabréf lokið
Ákveðið var að sameina verðbréfasjóðinn Stefnir – Green Growth Fund og EUR-deild verðbréfasjóðsins Stefnir – Erlend hlutabréf undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Sameiningin miðast við 24. júní 2011 en á þeim degi tekur Stefnir- Erlend hlutabréf við öllum eignum og skuldbindingum Stefnis – Green Growth Fund. Að því loknu var Stefnir – Green Growth Fund slitið.

Við sameininguna eignuðust hlutdeildarskírteinishafar í Stefnir – Green Growth Fund hlutdeildarskírteini í Stefnir – Erlend hlutabréf miðað við dagslokagengi sjóðanna 16. júní 2011. Öllum hlutdeildarskírteinishöfum Stefnir – Green Growth Fund var tilkynnt um sameininguna með bréfi.

Frá og með 27. júní 2011 fer um viðskipti eftir reglum Stefnis – Erlendra hlutabréfa.

Stefnir hf.
Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...