Frétt

01. september 2011

Árshlutareikningur Stefnis hf. vegna fyrstu sex mánaða ársins 2011

Árshlutareikningur Stefnis hf. vegna fyrstu sex mánaða ársins 2011
Stjórn Stefnis hf. staðfesti árshlutareikning félagsins fyrir fyrri árshelmings 2011 á stjórnarfundi félagsins þann 30. ágúst 2011.

Helstu atriði úr reikningnum eru sem hér segir:

  • Hagnaður Stefnis hf. eftir skatt ár fyrri árshelmingi ársins 2011 nam 311 millj. kr. samanborið við 381 millj. kr. á fyrri árshelmingi 2010. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka hf. og er árshlutareikningur félagsins hluti af samstæðureikningi bankans og dótturfélaga hans. 
  • Hreinar rekstrartekjur félagsins lækka um 3,57% samanborið við árið áður eða um 27 millj. kr. 
  • Rekstrargjöld hækka um 15,78% á milli ára eða um 47 millj. kr. 
  • Eigið fé félagsins í lok tímabils nam 2.025 millj. kr. 
  • Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 97,7% en samkvæmt lögum má hlutfallið ekki vera lægra en 8,0%. Í lok árs 2010 nam eiginfjárhlutfall Stefnis hf. 108%. 
  • Arðsemi eigin fjár er 34,4% fyrir fyrri árshelming 2011 samanborið við 42,2% yfir árið 2010. 
  • Á aðalfundi félagsins 21. mars 2011 var samþykkt að greiða út arð til eigenda félagsins að upphæð 500 millj. kr. 
  • Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Eignir í virkri stýringu í sjóðum Stefnis voru 299 milljarðar króna 30.6.2011, samanborið við 281 milljarða króna í árslok 2010. 
  • Fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 sem er í rekstri Stefnis hf, gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2010. Sérstakur ársreikningur er gerður fyrir LFEST1 og er hann birtur sérstaklega í fréttakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. 
  • Árshlutareikningurinn var kannaður af Ernst & Young hf. í samræmi við alþjóðlega staðla um könnun árshlutareikninga. 
Hægt er að nálgast árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2011 frá og með deginum í dag á heimasíðu félagsins www.stefnir.com og hjá Stefni hf., Borgartúni 19, Reykjavík.
Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.