Frétt

07. nóvember 2011

SRE I kaupir fasteignina við Þingvallastræti 23 á Akureyri

SRE I kaupir fasteignina við Þingvallastræti 23 á Akureyri
SRE I, félag í rekstri Stefnis hf., hefur keypt fasteignina við Þingvallastræti 23 á Akureyri sem hýsir Icelandair Hotel Akureyri. Seljandi fasteignarinnar er Þingvangur ehf. Eigendur SRE I eru margir af stærstu stofnanafjárfestum landsins.

Húsið er 3.600 fm. að stærð og var upphaflega byggt árið 1969. Eignin hýsti áður Iðnskólann á Akureyri og síðar Háskólann á Akureyri en húsið var endurbyggt og stækkað á síðasta ári. Þarna reka Icelandair Hotels nú glæsilegt heilsárshótel með góðum veitingastað og frábærri aðstöðu fyrir ferðamenn allt árið. Sérstakt stolt staðarins er fallegur garður sem sumarferðalangar jafnt sem skíðafólk getur látið fara vel um sig og er leigusamningurinn til 20 ára. Eignin er miðsvæðis á Akureyri við hlið sundlaugar og tjaldsvæðis bæjarins og státar af einstöku útsýni yfir Eyjafjörð, Vaðlaheiði og Hlíðarfjall. Alls eru herbergin 63 talsins en að auki verða opnuð 37 gistiherbergi næsta vor.

SRE I er fyrsti framtakssjóður Stefnis sem sérhæfir sig í fjárfestingum í íslensku atvinnuhúsnæði. Framundan er mikil endurskipulagning á eignarhaldi atvinnuhúsnæðis hér á landi og hyggst Stefnir vera í fararbroddi í því ferli, líkt og í fjárfestingum sem tengjast endurskipulagningu á íslenskum fyrirtækjum.

Þórhallur Hinriksson, sjóðstjóri hjá Stefni: „Megináhersla fasteignateymis Stefnis verður að fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði sem er í langtímaleigu til traustra leigutaka. Fjárfesting í fasteigninni við Þingvallastræti 23 fellur vel að þeim markmiðum. Fasteignateymi Stefnis hf. hefur að undanförnu leitað leiða til að auðvelda stofnanafjárfestum aðkomu að fasteignafjárfestingum, bæði fjárfestingum í eigin fé og skuldafjármögnun. Hlutfall atvinnuhúsnæðis af heildareignum stofnanafjárfesta á Íslandi er umtalsvert lægra en við sjáum í löndum umhverfis okkur. Mikil tækifæri eru til fjárfestinga á markaði fyrir atvinnuhúsnæði, hvort tveggja í kaupum á húsnæði og eins í eignatryggðri fjármögnun með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa“.

Frekari upplýsingar veita:
Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis hf. - floki.halldorsson@stefnir.is.
Þórhallur Hinriksson sjóðstjóri - thorhallur.hinriksson@stefnir.is.
Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.