Frétt

06. desember 2011

Breyting á reglum Eignavals A og Eignavals B

Breyting á reglum Eignavals A og Eignavals B
Hlutdeildarskírteinishöfum fjárfestingarsjóðanna Eignavals A og Eignavals B hafa verið send bréf varðandi breytingar á reglum sjóðanna.

Breytingarnar sem voru gerðar og hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirlitinu eru eftirfarandi:

Lagatilvísanir í reglunum hafa verið uppfærðar miðað við gildistöku nýrra laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
Gerðar hafa verið viðeigandi breytingar á reglunum vegna nafnabreytingar vörslufyrirtækis sjóðsins úr Arion verðbréfavörslu hf. í Verdis hf.
Vikmörk sjóðsins til fjárfestinga í verðbréfasjóðum sem eingöngu fjárfesta í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu eða á ábyrgð íslenska ríkisins er nú 20-80% í stað 50-100%. Kemur sú breyting til vegna gildistöku framangreindra laga.
Í fyrri reglum var þetta hins vegar svo að lágmarks eignarhlutfall í sjóðum þurfti að vera 50% svo breyta þurfti reglunum niður fyrir 50%.

Ástæða þess að efri vikmörk í skuldabréfum og víxlum í íslenskum krónum útgefnum af íslenska ríkinu lækka úr 100% í 80% er sú að 20%-100% eru of víð vikmörk að mati FME. Niðurstaðan er því 20-80%.

Þetta breytir því ekki að báðir sjóðir geta farið í 100% ríkistryggð bréf með því að blanda einstökum bréfum og sjóðum eins og sjóðirnir hafa reyndar alltaf gert.

Engin breyting á fjárfestingarstefnum eða fjárfestingum fylgja þessu.
Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...