Frétt

05. mars 2012

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) selur öll hlutabréf sín í Sjóklæðagerðinni hf.

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) selur öll hlutabréf sín í Sjóklæðagerðinni hf.
Hinn 1. mars sl. seldi SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., öll hlutabréf sjóðsins í Sjóklæðagerðinni. SIA I fjárfesti á síðasta ári ásamt Hrós ehf. í gegnum SF II slhf., í ríflega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni hf., sem m.a. fer með eignarhald og rekstur á 66°Norður og Rammagerðinni hf.

Kaupandi hlutanna er HRÓS ehf. sem er félag í eigu forstjóra Sjóklæðagerðarinnar, Helga Óskars Rúnarssonar, og Bjarneyjar Harðardóttur. SIA I þakkar Bjarneyju og Helga og öðrum hluthöfum og starfsfólki Sjóklæðagerðarinar fyrir samstarfið og óskar þeim og félaginu alls hins besta í framtíðinni.

Um Stefni Íslenska Athafnasjóðinn I

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I tók til starfa í lok árs 2010 og hefur sjóðurinn það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur skýra útgönguleið á næstu árum, til dæmis með skráningu í Kauphöll. Sjóðfélagar SIA I er að 2/3 í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóða landsins og 1/3 í eigu annarra fagfjárfesta. Frá stofnun hefur sjóðurinn fjárfest ásamt sjóðfélögum sínum og öðrum fjárfestum, í Högum hf., Sjóvá almennum Tryggingum hf., Sjóklæðagerðinni hf. og Jarðborunum hf.

Um Stefni

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.