Frétt

06. mars 2012

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna

Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I (SIA I) afhendir öll hlutabréf sín í Högum hf. til sjóðsfélaga sinna
SIA I, sjóður í rekstri Stefnis hf., afhenti í gær sjóðsfélögum sínum öll hlutabréf sín í Högum hf. eða sem nemur um 8,5% af útistandandi hlutafé Haga. SIA I keypti upphaflega hlutina ásamt hópi fjárfesta í gegnum félagið Búvelli slhf. SIA I var heimilt að selja hluti sína 1. mars sl. Í dag var ákveðið með samþykki festingarráðs sjóðsins, sem skipað er af sjóðsfélögum, að hlutirnir yrðu afhendir sjóðsfélögum í stað þess að vera seldir.

Um Stefni Íslenska Athafnasjóðinn I
Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I tók til starfa í lok árs 2010 og hefur sjóðurinn það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum þar sem sjóðurinn hefur skýra útgönguleið á næstu árum, til dæmis með skráningu í Kauphöll. Sjóðfélagar SIA I er að 2/3 í eigu nokkurra af stærstu lífeyrissjóða landsins og 1/3 í eigu annarra fagfjárfesta. Frá stofnun hefur sjóðurinn fjárfest ásamt sjóðfélögum sínum og öðrum fjárfestum, í Högum hf., Sjóvá almennum Tryggingum hf., Sjóklæðagerðinni hf. og Jarðborunum hf.

Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 300 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...