Frétt
18. apríl 2012Nýtt rekstrarform Stefnir - Lausafjársjóður
Nýtt rekstrarform Stefnir - Lausafjársjóður
Eftir rúmt ár í rekstri er ljóst að Stefnir - Lausafjársjóður hefur fest sig í sessi meðal fjárfesta. Sjóðurinn er verðbréfasjóður sem fjárfestir meðal annars í innlánum fjármálafyrirtækja. Samkvæmt fjárfestingarstefnu skulu innlán nema 40-100% af eignum sjóðsins en einnig er heimilt að fjárfesta í bréfum með ábyrgð íslenska ríkisins (0-60%) og í endurhverfum viðskiptum (0-50%). Síðastliðin misseri hefur sjóðurinn fyrst og fremst nýtt sér heimild til fjárfestingar í innlánum og var hlutfall þeirra hinn 29. febrúar sl. 100%.
Aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði hafa breyst frá stofnun sjóðsins. Þessar breytingar hafa m.a. leitt til þess að sjóðurinn hefur ekki úr eins mörgum kostum að velja hvað varðar fjárfestingar í innlánum. Þar sem um verðbréfasjóð er að ræða er sjóðnum aðeins heimilt að fjárfesta 20% af eignum sínu í innlánum hvers fjármálafyrirtækis. Þannig ber að dreifa fjárfestingum hans í innlánum á a.m.k. 5 fjármálafyrirtæki m.v. að hann fjárfesti að fullu í innlánum. Það er mat Stefnis, í ljósi þess hversu ólík fjármálafyrirtæki á markaði eru að stærð og vegna samþjöppunar á markaði að dreifing innlána á svo marga aðila geti í einhverjum tilfellum gengið gegn hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa.
Fjárfestingarsjóðum standa hins vegar til boða rýmri heimildir til fjárfestingar í innlánum en þeir geta fjárfest allt að 30% eigna sinna í innlánum hjá einstökum aðila. Í ljósi þessa og með vísan til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa hefur sú ákvörðun verið tekin að slíta sjóðnum þann 27. apríl og stofna nýjan fjárfestingarsjóð undir sömu formerkjum, með sambærilega fjárfestingarstefnu.
Hlutdeildarskírteinishafar munu eignast hlutdeildarskírteini í hinum nýja sjóði þann 30. apríl, til samræmis við eign þeirra í verðbréfasjóðnum við slit. Enginn kostnaður er þessu samfara. Kjósi hlutdeildarskírteinishafar ekki að eignast hlutdeildarskírteini í nýja sjóðnum gefst þeim tími til og með 27. apríl til að innleysa eign sína í sjóðnum.
Sérstök athygli er vakin á því að fjárfestingarheimildir fjárfestingarsjóða eru almennt rýmri en verðbréfasjóða. Af þeim sökum getur fjárfesting í þeim verið áhættusamari en í verðbréfasjóðum. Í þessu einstaka tilfelli er það hins vegar mat Stefnis að hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins sé betur fyrir komið að breytingunum loknum. Allar nánari upplýsingar varðandi sjóðina, m.a. um áhættu, er að finna á heimasíðu Stefnis hf., www.stefnir.is
Frekari upplýsingar fást einnig hjá starfsfólki Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 eða á verdbrefathjonusta@arionbanki.is.
Með kveðju,
Stefnir hf.
Til bakaAðstæður á íslenskum fjármálamarkaði hafa breyst frá stofnun sjóðsins. Þessar breytingar hafa m.a. leitt til þess að sjóðurinn hefur ekki úr eins mörgum kostum að velja hvað varðar fjárfestingar í innlánum. Þar sem um verðbréfasjóð er að ræða er sjóðnum aðeins heimilt að fjárfesta 20% af eignum sínu í innlánum hvers fjármálafyrirtækis. Þannig ber að dreifa fjárfestingum hans í innlánum á a.m.k. 5 fjármálafyrirtæki m.v. að hann fjárfesti að fullu í innlánum. Það er mat Stefnis, í ljósi þess hversu ólík fjármálafyrirtæki á markaði eru að stærð og vegna samþjöppunar á markaði að dreifing innlána á svo marga aðila geti í einhverjum tilfellum gengið gegn hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa.
Fjárfestingarsjóðum standa hins vegar til boða rýmri heimildir til fjárfestingar í innlánum en þeir geta fjárfest allt að 30% eigna sinna í innlánum hjá einstökum aðila. Í ljósi þessa og með vísan til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa hefur sú ákvörðun verið tekin að slíta sjóðnum þann 27. apríl og stofna nýjan fjárfestingarsjóð undir sömu formerkjum, með sambærilega fjárfestingarstefnu.
Hlutdeildarskírteinishafar munu eignast hlutdeildarskírteini í hinum nýja sjóði þann 30. apríl, til samræmis við eign þeirra í verðbréfasjóðnum við slit. Enginn kostnaður er þessu samfara. Kjósi hlutdeildarskírteinishafar ekki að eignast hlutdeildarskírteini í nýja sjóðnum gefst þeim tími til og með 27. apríl til að innleysa eign sína í sjóðnum.
Sérstök athygli er vakin á því að fjárfestingarheimildir fjárfestingarsjóða eru almennt rýmri en verðbréfasjóða. Af þeim sökum getur fjárfesting í þeim verið áhættusamari en í verðbréfasjóðum. Í þessu einstaka tilfelli er það hins vegar mat Stefnis að hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins sé betur fyrir komið að breytingunum loknum. Allar nánari upplýsingar varðandi sjóðina, m.a. um áhættu, er að finna á heimasíðu Stefnis hf., www.stefnir.is
Frekari upplýsingar fást einnig hjá starfsfólki Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 eða á verdbrefathjonusta@arionbanki.is.
Með kveðju,
Stefnir hf.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.