Frétt
28. júní 2012Stefnir hf. stofnar stærsta fasteignasjóð landsins
Stefnir hf. stofnar stærsta fasteignasjóð landsins
Stefnir hf. hefur lokið við stofnun fasteignasjóðsins SRE II slhf. Fjárfestingageta sjóðsins er um 16,4 milljarðar króna og er sjóðurinn sá stærsti sem settur hefur verið á laggirnar á Íslandi. Hluthafar félagsins eru margir af öflugustu lífeyrissjóðum og tryggingafélögum landsins.
Sjóðurinn hefur að markmiði að fjárfesta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Einkum er horft til fjárfestingar í vel staðsettu, tekjuberandi húsnæði með traust sjóðflæði. Nýlega var gengið frá fjárfestingu á húseigninni Borgartúni 37 sem hýsir höfuðstöðvar Nýherja og er sjóðurinn nú að ganga frá kaupum á annarri stórri eign, Sætúni 10, þar sem Advania er til húsa. Seljandi fasteignarinnar er Stólpar ehf.
SRE II er annar framtakssjóðurinn á vegum Stefnis sem sérhæfir sig í fjárfestingum í íslensku atvinnuhúsnæði en á síðasta ári var félagið SRE I stofnað vegna kaupa á fasteigninni Þingvallastræti 23 á Akureyri sem hýsir Icelandairhotel Akureyri. Líkt og á við um SRE I eru eigendur SRE II margir af stærstu stofnananfjárfestum landsins. Fyrir hönd fjárfesta eru eftirtaldir í stjórn SRE II: Halldór Kristinsson sem er stjórnarformaður, Friðrik Nikulásson, Hjörleifur Arnar Waagfjörð, Markús Hörður Árnason og Tryggvi Guðbrandsson.
Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis: „Þetta er ánægjulegur áfangi sem við höfum náð með mikilli undirbúningsvinnu og farsælu samstarfi við hlutaðeigandi fagfjárfesta. Við sjáum fram á umtalsverða endurskipulagningu á eignarhaldi atvinnuhúsnæðis hér á landi og ætlum okkur að vera í fararbroddi í því ferli, líkt og í fjárfestingum sem tengjast endurskipulagningu íslenskra fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að gefa stofnanafjárfestum færi á traustum fjárfestingarkostum í fasteignum til langs tíma. Í því skyni höfum við komið upp teymi fagfólks sem sérhæfir sig á þessum áhugaverða vettvangi.“
Megináhersla fasteignateymis Stefnis er að fjárfesta í hentugu atvinnuhúsnæði sem er í langtímaleigu til traustra leigutaka. Til að framfylgja þessari fjárfestingarstefnu og markmiði sjóðsins hefur fasteignateymið að undanförnu leitað leiða til að auðvelda stofnanafjárfestum aðkomu að fasteignafjárfestingum, bæði með fjárfestingum í eigin fé og skuldafjármögnun. Hlutfall atvinnuhúsnæðis af heildareignum stofnanafjárfesta á Íslandi er umtalsvert lægra en gengur og gerist í löndum umhverfis okkur. Mikil tækifæri eru til fjárfestinga á markaði fyrir atvinnuhúsnæði hér á landi.
Nánari upplýsingar veita Þórhallur Hinriksson og Helen Ólafsdóttir, framkvæmdastjórar SRE II slhf, í síma 856-7463 og 856-6546.
Helen Ólafsdóttir og Þórhallur Hinriksson, framkvæmdastjórar SRE II slhf. með Advania húsið í baksýn.
Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 340 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Stefnir hefur á að skipa þaulreyndu starfsfólki með yfir 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði að meðaltali en félagið var stofnað árið 1996. Hjá Stefni starfa 15 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar. Stefnir er dótturfélag Arion banka.
Til bakaSjóðurinn hefur að markmiði að fjárfesta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Einkum er horft til fjárfestingar í vel staðsettu, tekjuberandi húsnæði með traust sjóðflæði. Nýlega var gengið frá fjárfestingu á húseigninni Borgartúni 37 sem hýsir höfuðstöðvar Nýherja og er sjóðurinn nú að ganga frá kaupum á annarri stórri eign, Sætúni 10, þar sem Advania er til húsa. Seljandi fasteignarinnar er Stólpar ehf.
SRE II er annar framtakssjóðurinn á vegum Stefnis sem sérhæfir sig í fjárfestingum í íslensku atvinnuhúsnæði en á síðasta ári var félagið SRE I stofnað vegna kaupa á fasteigninni Þingvallastræti 23 á Akureyri sem hýsir Icelandairhotel Akureyri. Líkt og á við um SRE I eru eigendur SRE II margir af stærstu stofnananfjárfestum landsins. Fyrir hönd fjárfesta eru eftirtaldir í stjórn SRE II: Halldór Kristinsson sem er stjórnarformaður, Friðrik Nikulásson, Hjörleifur Arnar Waagfjörð, Markús Hörður Árnason og Tryggvi Guðbrandsson.
Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis: „Þetta er ánægjulegur áfangi sem við höfum náð með mikilli undirbúningsvinnu og farsælu samstarfi við hlutaðeigandi fagfjárfesta. Við sjáum fram á umtalsverða endurskipulagningu á eignarhaldi atvinnuhúsnæðis hér á landi og ætlum okkur að vera í fararbroddi í því ferli, líkt og í fjárfestingum sem tengjast endurskipulagningu íslenskra fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að gefa stofnanafjárfestum færi á traustum fjárfestingarkostum í fasteignum til langs tíma. Í því skyni höfum við komið upp teymi fagfólks sem sérhæfir sig á þessum áhugaverða vettvangi.“
Megináhersla fasteignateymis Stefnis er að fjárfesta í hentugu atvinnuhúsnæði sem er í langtímaleigu til traustra leigutaka. Til að framfylgja þessari fjárfestingarstefnu og markmiði sjóðsins hefur fasteignateymið að undanförnu leitað leiða til að auðvelda stofnanafjárfestum aðkomu að fasteignafjárfestingum, bæði með fjárfestingum í eigin fé og skuldafjármögnun. Hlutfall atvinnuhúsnæðis af heildareignum stofnanafjárfesta á Íslandi er umtalsvert lægra en gengur og gerist í löndum umhverfis okkur. Mikil tækifæri eru til fjárfestinga á markaði fyrir atvinnuhúsnæði hér á landi.
Nánari upplýsingar veita Þórhallur Hinriksson og Helen Ólafsdóttir, framkvæmdastjórar SRE II slhf, í síma 856-7463 og 856-6546.
Helen Ólafsdóttir og Þórhallur Hinriksson, framkvæmdastjórar SRE II slhf. með Advania húsið í baksýn.
Um Stefni
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 340 milljarða króna í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Stefnir hefur á að skipa þaulreyndu starfsfólki með yfir 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði að meðaltali en félagið var stofnað árið 1996. Hjá Stefni starfa 15 sérfræðingar í fjórum teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestasjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokkurra samlagshlutafélaga sem stofnuð hafa verið í kringum framtaksfjárfestingar. Stefnir er dótturfélag Arion banka.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.