Frétt

06. mars 2013

Guðjón Ármann Guðjónsson nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.

Guðjón Ármann Guðjónsson nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.
Guðjón Ármann Guðjónsson hefur verið ráðinn sem nýr forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Guðjón hefur starfað hjá félaginu frá 2005 og hefur þrettán ára starfsreynslu úr eignastýringu, lengst af sem sjóðstjóri innlendra og erlendra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. 

Undanfarin ár hefur Guðjón verið starfsmaður í hlutabréfateymi Stefnis og komið að stýringu á öllum afurðum teymisins ásamt því að sinna starfi sjóðstjóra á helstu verðbréfasjóðum. Guðjón hefur B.Sc. í fjármálafræðum frá CCU í S-Karólínu og hefur auk þess lokið verðbréfanámi.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...