Frétt
Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar
Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. Í umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar segir að Stefnir hf. geti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum. Úttektin sýnir að stjórn félagsins hefur brugðist við þeim tillögum sem Rannsóknarmiðstöðin lagði til í umsögn um stjórnarhætti félagsins árið 2012.
Eins og áður er Stefnir hf. til fyrirmyndar á Íslandi þegar kemur að góðum stjórnarháttum.
Hægt er að lesa tilkynninguna hér.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.