Frétt

01. júlí 2013

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stjórnarhættir Stefnis áfram til fyrirmyndar

Stefnir hf. hefur hlotið endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. En árið 2012 var Stefnir hf. fyrst allra fyrirtækja til að hljóta slíka viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands og byggir á úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG ehf. Í umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar segir að Stefnir hf. geti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum. Úttektin sýnir að stjórn félagsins hefur brugðist við þeim tillögum sem Rannsóknarmiðstöðin lagði til í umsögn um stjórnarhætti félagsins árið 2012. 

 Eins og áður er Stefnir hf. til fyrirmyndar á Íslandi þegar kemur að góðum stjórnarháttum.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...