Frétt

20. desember 2013

Stærri og öflugri Stefnir-SAMVAL

Stærri og öflugri Stefnir-SAMVAL

Ákveðið hefur verið að sameina fjárfestingarsjóðina Stefni-Verðbréfaval 1 og Stefni-Verðbréfaval 2 inní Stefni-Samval undir nafni þess síðastnefnda. Sameiningin miðast við 31. janúar 2014 en þann dag tekur Samval við öllum eignum og skuldbindingum Verðbréfavals 1 og 2, sem verður í kjölfarið slitið. 

Við sameininguna eignast hlutdeildarskírteinishafar í Verðbréfavali 1 og 2 hlutdeildarskírteini í Samvali miðað við dagslokagengi sjóðanna 31. janúar 2014. Hlutdeildarskírteinishafar geta eftir sem áður átt viðskipti með hlutdeildarskírteini sín í Verðbréfavali 1 og 2 í samræmi við reglur sjóðanna fram til 20. janúar, en frá og með 1. febrúar 2014 fer um viðskiptin eftir reglum Samvals.

Ástæður sameiningar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Verðbréfavalssjóðirnir hafa minnkað á síðustu misserum en þeir voru upphaflega hluti af reglulegu sparnaðarleiðinni ÞEGAR, sem lögð var niður árið 2009. Á sama tíma hefur Stefnir-Samval stækkað og notið vinsælda einstaklinga og fyrirtækja, bæði sem bein fjárfesting og reglulegur sparnaður í mánaðarlegri áskrift.

Stefnir-Samval er eitt af flaggskipum Stefnis. Sjóðurinn var stofnaður árið 1996 og á sér langa og farsæla sögu. Yfir þrjúþúsund hlutdeildarskírteinishafar eru í sjóðnum og eru eignir hans liðlega 4,7 milljarðar. Hundruðir einstaklinga greiða mánaðarlegan sparnað í sjóðinn. Síðastliðin þrjú ár hefur árleg nafnávöxtun sjóðsins verið 16,3% á ári og síðastliðin fimm ár 15,9%. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2013 m.v. 30. nóvember er 19,5%. Samval fjárfestir í þeim eignaflokkum sem þykja ákjósanlegastir á hverjum tíma, m.a. ríkisskuldabréfum, hlutabréfum og beint í félögum sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað. Fjárfest er í öðrum sjóðum til að auka áhættudreifingu. Vakin er sérstök athygli á að þóknun er lægri í Samvali en Verðbréfavali.

Eftir sameiningu verður Stefnir-Samval rúmlega 5 milljarðar að stærð og með tæplega 4000 hlutdeildarskírteinishafa innanborðs.
null

Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um ávöxtun í framtíð.

Allar ávöxtunartölur eru í ISK. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðsins. Upplýsingar um ávöxtun eru
fengnar frá Stefni hf. og Arion banka hf.

 

 

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.