Frétt

17. janúar 2014

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.

Stefnir hf. sýknaður af kröfum LBI hf.
Stefnir hf. hefur, með dómum Hæstaréttar Íslands, verið sýknaður af kröfum LBI hf. 

Dómkröfur LBI voru þær að Stefni hf., f.h. tveggja sjóða í rekstri félagsins, yrði gert að þola riftun og endurgreiðslu vegna útgreiðslu tveggja peningamarkaðsinnlána sem voru á gjalddaga 7. október 2008. Kröfum LBI hf. hefur, með dómum Hæstaréttar sem kveðnir voru upp hinn 16. janúar 2014, verið hafnað.

Málanna hefur verið getið í árs- og árshlutareikningum félagsins sl. misseri. Stefnir hf. hefur staðið straum af kostnaði vegna málarekstursins og eru áhrif þeirra á rekstur og gengi þeirra verðbréfasjóða sem í hlut eiga engin.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...