Frétt

20. mars 2014

Þórður Sverrisson nýr stjórnarmaður hjá Stefni

Þórður Sverrisson nýr stjórnarmaður hjá Stefni
Á aðalfundi Stefnis, sem fram fór miðvikudaginn 19. mars sl. fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.

Úr stjórn gekk Snjólfur Ólafsson, sem hefur átt sæti í stjórn félagsins frá árinu 2009. Í ræðu sinni þakkaði stjórnarformaður Snjólfi fyrir vel unnin störf og hans framlag til uppbyggingar og stefnumótunar félagsins á sl. árum.

Nýr stjórnarmaður er Þórður Sverrisson, fæddur 1952.

Þórður hefur lokið Cand. Oecon frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í rekstrarhagfræði við Viðskiptaháskólann í Gautaborg. Hann var forstjóri Nýherja hf. frá apríl 2001 til september 2013, en var áður framkvæmdastjóri hjá hf. Eimskipafélagi Íslands og Stjórnunarfélagi Íslands.

Þórður og tengdir aðilar eiga enga eignarhluti eða kauprétti í félaginu og engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða hluthafa Stefnis.

Fundargerð aðalfundar er birt á heimasíðu félagsins.

Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...