Frétt

15. apríl 2014

Stefnir birtir lykilupplýsingar sjóða

Stefnir birtir lykilupplýsingar sjóða
Stefnir vekur athygli á lykilupplýsingum sem eru aðgengilegar á upplýsingasíðum sjóðanna. Um er að ræða staðlað skjal sem tekið er saman vegna hvers og eins verðbréfa- og fjárfestingarsjóðs í rekstri félagsins. Skjölunum er ætlað að auðvelda upplýsingaöflun fjárfesta.

Lykilupplýsingar (e. Key Investor Information Document - KIID) eru gefnar út með samræmdum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu og er fjárfestum þannig gert kleift að bera sjóði saman með einföldum og skjótum hætti. Í lykilupplýsingum er að finna sjálfstæða umfjöllun um megineinkenni hvers sjóðs um sig, auk þess sem fjallað er um sveiflur í ávöxtun og fyrri árangur. Þá er þar að finna samantekt yfir þau gjöld sem innheimt eru vegna rekstrar sjóðanna auk ýmissa hagnýtra upplýsinga.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar sjóðanna. Útboðslýsingar sjóðanna verða áfram birtar með óbreyttum hætti, en þar er mun ítarlegri upplýsingagjöf um sjóðina að finna.
Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.