Frétt

30. júní 2014

Lokaútgreiðsla og slit Hávaxtasjóðs

Lokaútgreiðsla og slit Hávaxtasjóðs
Hávaxtasjóður hefur verið í slitameðferð frá október 2008 og hefur andvirði eigna sjóðsins verið greitt til hlutdeildarskírteinishafa í áföngum. Þann 30.06.2014 fór fram lokaútgreiðsla til hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins og var sjóðnum slitið í kjölfarið.

Allar eignir sjóðsins hafa verið seldar en í þeim tilfellum þar sem ekki var gert ráð fyrir frekari endurheimtum voru eignir niðurfærðar að fullu.

Meiri hluti eigna í sjóðnum voru fullnustueignir, þar sem skuldabréfum var breytt í hlutafé í kjölfar nauðasamninga útgefenda.

Sjóðurinn átti um 718 m.kr. í lausafé sem var greitt út í hlutfalli við eign hvers og eins. Endurheimtur hlutdeildarskírteinishafa úr Hávaxtasjóði námu samanlagt 33,86%.

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið verdbrefathjonusta@arionbanki.is
Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...