Frétt

17. apríl 2015

Stefnir birtir atkvæðagreiðslu sína á hluthafafundum

Stefnir birtir atkvæðagreiðslu sína á hluthafafundum

Í anda góðra stjórnarhátta og þess gagnsæis sem Stefnir vill stuðla að í starfsemi sinni geta hlutdeildarskírteinishafar nú nálgast upplýsingar um hvernig atkvæðagreiðslum fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins er háttað á hluthafafundum skráðra hlutafélaga.

Stefnir setti sér fyrst reglur um meðferð umboðsatkvæða sjóða í rekstri félagsins árið 2013. Reglurnar hafa verið uppfærðar og má nálgast nýjustu útgáfu þeirra hér.

Skýrsla um atkvæðagreiðslu Stefnis í öllum dagskrárliðum hluthafafunda skráðra félaga má nálgast hér.

Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis svarar góðfúslega spurningum um stjórnarhætti Stefnis og meðferð umboðsatkvæða félagsins með tölvupósti floki.halldorsson(at)stefnir.is.



Til baka

Fleiri fréttir

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.

15.janúar 2024

100% afsláttur af sjóðum til 5. febrúar

Í tilefni af verkefninu Konur fjárfestum er engin þóknun við kaup á sjóðum Stefnis frá 12. janúar til og með 5. febrúar 2024. Afslátturinn af þóknun gildir við...