Frétt

27. apríl 2015

Lokaútgreiðsla og slit sjóðsins KB Erlend skuldabréf

Lokaútgreiðsla og slit sjóðsins KB Erlend skuldabréf

KB Erlend skuldabréf hefur verið í slitameðferð frá október 2008 og hefur andvirði eigna sjóðsins verið greitt til hlutdeildarskírteinishafa í áföngum. Þann 24.04.2015 fór fram lokaútgreiðsla til hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins og var sjóðnum slitið í kjölfarið.

Allar eignir sjóðsins hafa verið seldar en í þeim tilfellum þar sem ekki var gert ráð fyrir frekari endurheimtum voru eignir niðurfærðar að fullu.

Sjóðurinn átti fyrir lokagreiðsluna um 34 m.kr. í lausafé sem var greitt út í hlutfalli við eign hvers og eins. Endurheimtur hlutdeildarskírteinishafa úr KB Erlend skuldabréf námu samanlagt 87,74%.

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000 en einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið verdbrefathjonusta@arionbanki.is.  

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.