Frétt

12. júní 2015

Uppgreiðsla á skuldabréfaflokki LFEST1 10 1

Uppgreiðsla á skuldabréfaflokki LFEST1 10 1

LFEST1 Borgartún, fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf., gaf þann 29. júní 2010, út skuldabréfaflokkinn LFEST1 10 1, sem skráður er í Kauphöll Íslands.

Lántaki sjóðsins, LF1 ehf., hefur í dag , 12. júní 2015, tilkynnt sjóðnum að hann muni nýta sér rétt til uppgreiðslu. Í samræmi við skilmála skuldabréfaflokksins myndast uppgreiðsluskylda sjóðsins á flokknum. Uppgreiðslugjald nemur 1,5% af uppreiknaðri fjárhæð þeirrar afborgunar, sem greidd er umfram hina samningsbundnu afborgun á viðkomandi gjalddaga.

Næsti gjalddagi er 20. júní 2015. Flokkurinn verður greiddur upp næsta gjalddaga þar á eftir, 20. september 2015.

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.