Frétt

05. ágúst 2015

LFEST1 10 1

LFEST1 10 1
Þann 12. júní sl. tilkynnti fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 Borgartún (kt. 610510-9810), hér eftir sjóðurinn, um að LF1 ehf. (kt. 640809-0350), hér eftir lántaki, hafi þann sama dag tilkynnt sjóðnum um að hann muni nýta sér rétt til uppgreiðslu skuldabréfaflokksins LFEST1 10 1. Lántaki sjóðsins er í eigu Landfesta ehf. (kt. 440805-0270) sem er í eigu Eik fasteignafélags hf. (kt. 590902-3730).

Í framhaldi af framangreindri tilkynningu um fyrirhugaða uppgreiðslu á LFEST1 10 1 hafa forsvarsmenn sjóðsins og lántaka rætt saman um hugsanlegar skilmálabreytingar á lánasamningi milli aðila. Í samræmi við skilmála LFEST1 10 1 getur sjóðurinn ekki samþykkt skilmálabreytingar á lánasamningi í eigu sjóðsins nema að fengnu samþykki eigenda skuldabréfaflokksins LFEST1 10 1.

Lántaki hefur ráðið H.F. Verðbréf sem ráðgjafa vegna hugsanlegrar skilmálabreytingar milli aðila.

Frekari upplýsingar veitir Jón Finnbogason (jon.finnbogason@stefnir.is), forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf.
Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.