Frétt

16. september 2015

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Á Strategíudeginum sem haldinn var þann 10. september sl. hélt Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis erindi um stjórnarhætti og stofnanafjárfesta.

Flóki lýsti þróun eignarhalds á skráðum hlutabréfum á Íslandi og auknu vægi stofnanafjárfesta í því sambandi. Stefnir setti sér reglur um meðferð umboðsatkvæða árið 2013 og í endurskoðuðum reglum árið 2015 kveður á um að Stefnir birtir hér á heimasíðu sinni hvernig meðferð atkvæða er háttað. Hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Stefnis geta því fylgst með hvernig Stefnir ráðstafar atkvæðum á hluthafafundi fyrir þeirra hönd og vonast er til að þetta aukna gagnsæi í starfsemi Stefnis sé til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóðanna.

Hér má sjá umfjöllum Morgunblaðsins frá 12. september 2015 um erindi Flóka á Strategíudeginum. 

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.