Frétt

16. september 2015

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Á Strategíudeginum sem haldinn var þann 10. september sl. hélt Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis erindi um stjórnarhætti og stofnanafjárfesta.

Flóki lýsti þróun eignarhalds á skráðum hlutabréfum á Íslandi og auknu vægi stofnanafjárfesta í því sambandi. Stefnir setti sér reglur um meðferð umboðsatkvæða árið 2013 og í endurskoðuðum reglum árið 2015 kveður á um að Stefnir birtir hér á heimasíðu sinni hvernig meðferð atkvæða er háttað. Hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Stefnis geta því fylgst með hvernig Stefnir ráðstafar atkvæðum á hluthafafundi fyrir þeirra hönd og vonast er til að þetta aukna gagnsæi í starfsemi Stefnis sé til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa sjóðanna.

Hér má sjá umfjöllum Morgunblaðsins frá 12. september 2015 um erindi Flóka á Strategíudeginum. 

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.