Frétt
Breyting á reglum Stefnis – Lausafjársjóðs
Fjármálaeftirlitið hefur staðfest reglubreytingar fjárfestingarsjóðsins Stefnis – Lausafjársjóðs. Hlutdeildarskírteinishöfum hefur borist bréf vegna þessa og eru breytingarnar taldar upp hér.
- Sjóðurinn hefur nú heimild til að fjárfesta í víxlum og skuldabréfum fjármálafyrirtækja, allt að 50%. Þar er til þess að líta að almennt bjóðast betri kjör þegar fjárfest er í þeim en þegar fjárfest er í innlánum. Áhætta sjóðsins eykst þó almennt ekki við þá ráðstöfun.
- Viðmið um að 10% eigna sjóðsins skuli vera laust hvern dag hefur verið fellt út með vísan til hagsmuna hlutdeildarskírteinishafa. Í ljósi stærðar sjóðsins og með tilliti til bættra aðferða við lausafjárstýringu hans þykir ekki ástæða til að hafa svo hátt hlutfall eigna í lausu fé.
- Framsetningu þóknana Stefnis hf. er breytt en um er að ræða staðlaða málsgrein í sjóðum í rekstri félagsins. Þóknunin sjálf er óbreytt.
- Framsetningu heimildar sjóðsins til hámarksfjárfestingar í einstökum aðilum hefur verið uppfærð til samræmis við að honum er nú heimilt að fjárfesta í víxlum fjármálafyrirtækja. Hámarksfjárfesting í einum aðila er nú 40%, að uppfylltum sérstökum skilyrðum.
Nýja útboðslýsingu má nálgast hér í heild sinni.
Við minnum á að afgreiðslugjald vegna viðskipta með sjóði í netbanka Arion banka hefur verið afnumið.
Frekari upplýsingar um Stefni – Lausafjársjóð má finna hér.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.