Frétt

08. desember 2015

Samþykkt að stækka skuldabréfaflokkinn REG 1 12 1 um 1.500.000.000,- og öll stækkunin seld.

Samþykkt að stækka skuldabréfaflokkinn REG 1 12 1 um 1.500.000.000,- og öll stækkunin seld.
Fundur eigenda að skuldabréfum í skuldabréfaflokknum REG 1 12 1 fór fram þann 7. desember 2015 kl. 15:00 að Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Mætt var á fundinn fyrir 99,6% af eigendum skuldabréfaflokksins m.v. fjárhæð og samþykktu allir stækkun skuldabréfaflokksins um kr. 1.500.000.000,- að nafnverði. Heildar útgefið nafnverð verður því kr. 7.000.000.000,- Allir aðrir skilmálar haldast óbreyttir.

Núverandi eigendur skuldabréfaflokksins, sem mætt var fyrir á fundinn, skráðu sig fyrir þeirri stækkun sem samþykkt var m.v. 3,6% ávöxtunarkröfu. Gert er ráð fyrir að flokkurinn verði stækkaður þann 15. desember n.k.

Frekari upplýsingar veitir Jón Finnbogason (jon.finnbogason@stefnir.is), forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf.
Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.