Frétt

01. febrúar 2016

Nýr forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni

Nýr forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni

Arnar Ragnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni.

Frá árinu 2012 hefur Arnar starfað sem sjóðstjóri í framtaksfjárfestingum hjá Stefni.
Arnar hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2002, m.a. sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og fyrirtækjaráðgjafar hjá Arion banka. Arnar hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hann situr nú í stjórn Festi hf., og annarra félaga tengdum rekstri framtaksfjárfestinga hjá Stefni.

Arnar er með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá INSEAD í Frakklandi jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.