Frétt
Blandaður sparnaður í áskrift
Það getur verið erfitt að spara. Fyrsta ákvörðunin er að taka ákvörðun um að spara og setja upp tímaplan. Erfiðara getur reynst að meta með hvaða hætti best sé að fjárfesta. Blandaðir sjóðir nýta þau tækifæri sem best eru hverju sinni á markaði, en mismunandi fjárfestingakostir henta á mismunandi tímum í efnahagssveiflunni. Mörgum finnst þægilegt að vera í mánaðarlegri sparnaðaráskrift.
Það er erfitt að tímasetja markaði, margir segja að það sé ómögulegt. Skynsamlegt er því að fjárfesta með reglubundnum hætti í blönduðu safni verðbréfa yfir langt tímabil. Ein leiðin til þess er að fjárfesta í blönduðum sjóðum, en þeir geta fjárfest í skuldabréfum og innlendum og erlendum hlutabréfum, auk sérhæfra fjárfestinga líkt og lífeyrissjóðir geta gert.
Allir fjárfestar hafa getað tekið þátt í þeim almennu hlutafjárútboðum sem fram hafa farið á síðustu árum. Þetta hafa verðbréfa- og fjárfestingasjóðir til að mynda gert, ekki síst sjóðir Stefnis hf., og þannig tekið þátt í því að endurreisa fjármálamarkaðinn af miklum krafti. Þúsundir Íslendinga hafa notið góðs af þessu. Með hækkandi kaupmætti gefst fólki kostur á að „eyða“ meira í sparnað og taka ríkari þátt í þessari uppbyggingu. Henni er hvergi nærri lokið, og að margra mati nýhafin.
Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 400 milljarða í stýringu. Þar af eru sex blandaðir fjárfestingasjóðir. Slíkir sjóðir eru nú reknir af nánast öllum sjóðastýringarfyrirtækjunum og hafa verið í mikilli sókn sem sparnaðarform. Flestir hlutdeildarskírteinishafar eru í Stefni-Samvali, en sjóðurinn verður 20 ára á þessu ári. Í honum eru rúmlega 4000 manns og fimmtungur þeirra kýs að spara mánaðarlega með áskrift í sjóðnum. Á síðustu 5 árum hefur ávöxtun verið að meðaltali 16,4% á ári. Stefnir- Eignastýringarsjóður, elsti verðbréfasjóður landsins, er einnig í flokki blandaðra sjóð en hann verður 30 ára á árinu . Báðir sjóðir sluppu við stóráföll í bankahruninu, enda geta þeir farið inn og útúr hlutabréfum. Blandaðir sjóðir geta því verið afar góður kostur fyrir reglulegan langtímasparnað einstaklinga.
Magnús Örn Guðmundsson, sjóðstjóri blandaðra sjóða Stefnis hf.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.