Frétt

02. desember 2016

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

SF IV slhf. afhendir hluti í Skeljungi til hluthafa

Nú er lokið vel heppnuðu hlutafjárútboði Skeljungs hf. þar sem SF IV slhf, félag í rekstri Stefnis, seldi m.a. 23,5% hlut í Skeljungi. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í útboðinu en alls var seldur 31,5% hlutur í Skeljungi á 6.9kr. pr. hlut, en það eru efri mörk verðbils útboðsins. Áætlað er að viðskipti með hluti í Skeljungi hefjist á aðalmarkaði Nasdaq þann 9. desember næstkomandi.

Stefnir hefur verið leiðandi aðili í framtaksfjárfestingum á Íslandi frá árinu 2011. Í rekstri framtakssjóða hefur félagið meðal annars horft til fjárfestingar í félögum sem henta vel til skráningar á markað, fjárfestum til hagsbóta. Útboð Skeljungs og afhending hluta í félaginu til fjárfesta er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð.

 

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.