Frétt

25. janúar 2017

Jóhann G. Möller er nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni

Jóhann G. Möller er nýr forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni

Jóhann G. Möller hefur verið ráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni.

Jóhann hefur starfað samfleytt á fjármálamarkaði frá árinu 2001 á sviði eignastýringar og ráðgjafar. Frá árinu 2006 hefur hann stýrt innlendum hlutabréfasjóðum Stefnis innan hlutabréfateymis félagsins og leitt þar uppbyggingu eignaflokksins sem fjárfestingakosts fyrir almenning og fagfjárfesta. Undir hlutabréfateymi Stefnis falla innlendir og erlendir hlutabréfasjóðir.

Jóhann er með B.S. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, jafnframt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

 

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.