Frétt

08. mars 2017

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Stefnir ásamt Viðskiptadeild HR, Rannsóknarmiðstöð HR í stjórnarháttum, Deloitte og LOGOS bjóða til hádegisverðarfundar þann 10. mars um samanburð á stjórnarháttum Norrænna fyrirtækja, þar á meðal Íslands.

Sven-Erik Sjöstrand, prófessor við Stockholm School of Economics, kynnir helstu niðurstöður rannsóknar, þar sem fjárfestar, stjórnarmenn og forstjórar lýsa hvernig þeir tóku á yfir 1.000 stjórnarmálum.

Meðal þeirra spurninga sem rannsóknin tekur til og verður rætt á fundinum:

  • Hvaða hlutverk hafa eigendur þegar kemur að stjórnarháttum?
  • Hvaða „stjórnarháttar-tækjum“ geta eigendur beitt?
  • Hverjir ákveða hvaða málefni eru mikilvæg í rekstri fyrirtækis?
  • Hvaða áhrif hefur stjórn á slík mikilvæg mál?
  • Hvaða virði skapa stjórnir við stefnumörkun fyrirtækis?
  • Að hversu miklu marki geta fyrirtæki þróað sína eigin stjórnarhætti?
Dagskrá:

12:00 - 12:10 Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, kynnir málefnið og fyrirlesarann
12:10 - 12:50 How is Corporate Governance Performed in the Nordic Countries? Dr. Sven-Erik Sjöstrand, prófessor við Stockholm School of Economics
12:50 - 13:00 Umræður

Fundurinn fer fram á ensku.

Aðgangseyrir er 7.500 kr. Innifalið er fyrirlesturinn, hádegisverður og eintak af bókinni Nordic Corporate Governance, sem kom út í desember 2016 og greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Til baka

Fleiri fréttir

09.janúar 2025

Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.

Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...

27.desember 2024

Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar

Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...

21.nóvember 2024

Stefnir leitar að áhættustjóra

Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.