Frétt

30. mars 2017

Fjárfesting í erlendum sjóðum er nú heimil

Fjárfesting í erlendum sjóðum er nú heimil

Við afnám hafta standa einstaklingum og lögaðilum fjöldi erlendra fjárfestingakosta til boða. Stefnir hefur stýrt sjóðum sem fjárfesta á erlendum mörkuðum samfellt í yfir tuttugu ár og státa þeir af góðri ávöxtunarsögu til langs tíma. Sérfræðingar hjá Stefni sem hafa það að aðalstarfi að fylgjast með efnahagsmálum og erlendum eignamörkuðum hafa allir langa starfsreynslu og hafa unnið erlendis m.a. við fjárfestingar og eignastýringu.

Af hverju er skynsamlegt að fjárfesta í erlendum sjóðum?

Áhættudreifing er fyrsta augljósa ástæðan. Dreifing eigna á mismunandi markaði og myntir er ákjósanleg til lengri tíma. Erlendir sjóðir geta verið með blöndu erlendra hlutabréfa og sumir sjóðir eru með blöndu af erlendum sjóðum og er dreifing eigna því enn meiri í þeim.

Af hverju eru erlendir sjóðir með háa áhættuflokkun?

Áhættuflokkun lýsir þeim gengissveiflum sem hafa verið í sjóðunum í fortíð. Erlendir sjóðir eru margir hverjir með háa áhættuflokkun þar sem þeir sveiflast bæði vegna markaðsbreytinga og vegna gengisbreytinga á grunnmynt sjóðsins gagnvart íslensku krónunni. Þegar erlendir sjóðir eru bornir saman er gott að skoða gengisþróun þeirra yfir lengri tíma því sveiflur til skamms tíma geta verið þó nokkrar.

Hvernig kynni ég mér erlenda sjóði Stefnis?

Þeir erlendu sjóðir sem eru nú opnir fyrir fjárfestingu eru hér. Undir hverjum sjóði er að finna upplýsingar um eignaskiptingu, nafnaávöxtun í íslenskum krónum og verðþróun. Mikilvægt er að kynna sér lykilupplýsingar sjóða. Samanburður á lykilupplýsingum sjóða auðveldar samanburð á fjárfestingarkostum og hjálpar fjárfestum að taka upplýsta ákvörðun um hvort fjárfestingin sé ákjósanleg.

Hvernig fjárfesti ég í erlendum sjóðum Stefnis?

Arion banki er söluaðili sjóða Stefnis. Til að eiga viðskipti með erlenda sjóði er bent á að hringja í þjónustuver Arion banka í síma 444-7000 eða senda tölvupóst á verdbrefathjonusta@arionbanki.is

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á info@stefnir.is.

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.