Frétt

12. maí 2017

Sameining sjóða

Sameining sjóða
Stefnis – Eignastýringarsjóðs og Stefnis – Samvals

Fjárfestingarsjóðirnir Stefnir – Eignastýringarsjóður og Stefnir – Samval verða sameinaðir þann 17. maí undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Samval við öllum eignum og skuldbindingum Eignastýringarsjóðs sem í kjölfarið verður slitið.

Ástæður sameiningarinnar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Samval var stofnaður árið 1996 og á sér langa og farsæla sögu en tæplega fjögurþúsund hlutdeildarskírteinishafar eru í sjóðnum. Eignir Samvals eru u.þ.b. 7,5 milljarðar, samanborið við tæplega 900 milljónir í Eignastýringarsjóði.

Samval fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni í þeim eignaflokkum sem þykja henta best á hverjum tíma.Þar má nefna ríkisskuldabréf, hlutabréf og félög sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað en til að auka áhættudreifingu er einnig fjárfest í öðrum sjóðum. Umsýsluþóknun sjóðanna tveggja er sú sama en stærðarhagkvæmni er nokkur í hinum sameinaða sjóði og sameiningin því talin til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa Eignastýringarsjóðs.

Til baka

Fleiri fréttir

03.júlí 2024

Tímamót á fasteignamarkaði

Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis ritaði grein sem Innherji birti en Alþingi hefur samþykkt nýja heimild fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta í...

02.júlí 2024

Stefnir – Arðgreiðslusjóður greiðir arð til sjóðfélaga í fjórða sinn

Stefnir - Arðgreiðslusjóður hs. greiðir í dag út arð til 774 sjóðfélaga sjóðsins og nam arðgreiðsluhlutfall 4,1 kr. á hlut eða 4,8% af heildarstærð sjóðsins...

27.maí 2024

Nýr sjóður Stefnis gefur út 4,2 ma. kr. skuldabréf

Sérhæfði sjóðurinn SEL I hs.,hefur gefið út höfuðstólstryggt skuldabréf (SEL 1 27 12) sem verður skráð á First North í sumar.