Frétt
Sameining sjóða
Stefnis – Eignastýringarsjóðs og Stefnis – Samvals
Fjárfestingarsjóðirnir Stefnir – Eignastýringarsjóður og Stefnir – Samval verða sameinaðir þann 17. maí undir nafni síðarnefnda sjóðsins. Við sameininguna tekur Samval við öllum eignum og skuldbindingum Eignastýringarsjóðs sem í kjölfarið verður slitið.
Ástæður sameiningarinnar eru breyttar áherslur í framboði sjóða Stefnis til einstaklinga. Samval var stofnaður árið 1996 og á sér langa og farsæla sögu en tæplega fjögurþúsund hlutdeildarskírteinishafar eru í sjóðnum. Eignir Samvals eru u.þ.b. 7,5 milljarðar, samanborið við tæplega 900 milljónir í Eignastýringarsjóði.
Samval fjárfestir samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni í þeim eignaflokkum sem þykja henta best á hverjum tíma.Þar má nefna ríkisskuldabréf, hlutabréf og félög sem fyrirhugað er að skrá á hlutabréfamarkað en til að auka áhættudreifingu er einnig fjárfest í öðrum sjóðum. Umsýsluþóknun sjóðanna tveggja er sú sama en stærðarhagkvæmni er nokkur í hinum sameinaða sjóði og sameiningin því talin til hagsbóta fyrir hlutdeildarskírteinishafa Eignastýringarsjóðs.
Fleiri fréttir
09.janúar 2025
Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf.
Samkomulag hefur náðst á milli hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) og SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis og að meirihluta í eigu lífeyrissjóða...
27.desember 2024
Engin upphafsþóknun af kaupum í sjóðum til og með 10. janúar
Engin upphafsþóknun er við kaup í sjóðum Stefnis frá 27. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Afslátturinn af þóknun gildir við kaup sem eiga sér stað í...
21.nóvember 2024
Stefnir leitar að áhættustjóra
Stefnir leitar að metnaðarfullum og ábyrgum einstaklingi í starf áhættustjóra með reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum innlendum sem erlendum.